Saga - 2014, Síða 114
112
hann fríaður frá lífláti, þá taki hann hana til ekta, sé það henni og hennar
formyndara og frænda vilji.61
Í lögunum er tekið mjög hart á hvers kyns „saurlifnaði“, ekki síst
kynferðisbrotum og nauðgunum. Um nauðganir á fleirum segir
t.a.m. í næstu grein: „Verði nokkur að því fundinn, að hann hafi
nauðgað einni eftir aðra, en vill öngva þeirra ekta, hann skal
vægðarlaust straffast með lífláti.“62 Ekki er tekið fram hvað þarf til
svo að nauðgari verði fríaður frá lífláti, en af öðrum greinum í sama
kafla má sjá að mjög erfitt, ef ekki ógjörningur, var fyrir konu að
kæra, án þess að gera sjálfa sig að lygara og hóru, sbr. 6. grein:
Ef nokkur kona lýsir upp á kallmann að hann hafi hjá sér legið, og
þarmeð opinberar sína eigin vanvirðu, og gjörir sjálfa sig að hóru, en
engin verksmerki finnast þartil, þá á hún það að bevísa, ellegar gjalda
sín þrjú mörk, sem lygari.63
Samkvæmt 19. grein á kona sem „segir“ að sér hafi verið nauðgað
að leita strax og hún er „sloppin“ til nágranna, eða öllu heldur
nágrannakvenna sem hér eru sérstaklega tilnefndar, að því er ætla
má sem stuðningur og kvenleg vernd. Að öðru leyti er nauðgunin
einkamál konunnar og sönnunarbyrðin öll hjá henni. Ef hún „þeg-
ir“, treystir sér ekki til að kæra fyrst til kirkju og svo þings, þá er litið
svo á sem henni hafi ekki verið nauðgað, hún hafi ekki sagt satt. Í
raun fjallar greinin því ekki um nauðgun heldur „meinta nauðgun“
og ómögulega sönnunarbyrði, en þannig hljóðar hún í heild:
Hver sú kona, sem segir sér hafi nauðgað verið, skal, strax sem hún er
sloppin, kvarta um það ofríki, sem hana skeð hefur, fyrir nábúum sín-
um og nábúakonum, og á kirkjustefnum og síðan á þingi, og þá er trú-
legt að henni hafi nauðgað verið. En ef konan þegir, eftir það að það er
opinberað, og fólk veit, bæði nábúar og nábúakonur, að sá maður hafi
með hana haft … og hún klagar ekki fyrri þar yfir, þá er líklegt að henni
hafi ekki nauðgað verið.64
Þannig vernda lögin konur í orði en ekki á borði, enda reyndu þær
ekki að kæra. Helst ber nauðgun á góma sem mögulegar málsbætur
helga kress
61 Kongs Christians þess fimta Norsku lög á íslensku útlögð. XIII. kafli „Um saur -
lifnað“, d. 709–710.
62 Sama heimild, d. 710.
63 Sama heimild, d. 706.
64 Sama heimild, d. 710–711.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 112