Saga - 2014, Blaðsíða 115
113
í blóðskammarmálum, en í þeim var dæmt samkvæmt Jónsbók.
„Það er óbótamál,“ segir þar, „ef maður tekur konu nauðga ef þar
eru tvö lögleg vitni til að það er satt“. Ef engin vitni eru á hún að
segja frá samdægurs og tólf „skynsömustu menn“ að dæma „eftir
því sem þeim þykir líkindi til bera og hvort þeirra þeim þykir líkara
til sanninda.”65 Á þær konur sem báru fyrir sig nauðgun var þó ekki
hlustað. Árið 1674 var ung kona dæmd til dauða fyrir að hafa eign-
ast barn með manni systur sinnar. „Orð hennar um nauðgun voru
ekki nefnd og henni var drekkt á staðnum.“66 Árið 1695 var kona
dæmd til dauða fyrir barneign með föður sínum þótt sannað þætti
að hann hefði nauðgað henni. „Lögmönnum og lögréttu þótti ekki
ástæða til að taka tillit til þess vegna þess að hún lýsti ekki nauðgun-
inni að lögum“ og var henni drekkt.67 Heppnari var sú sem nokkr-
um árum síðar eignaðist barn með stjúpföður sínum eftir að hafa
flúið af heimilinu vegna áreitni hans, „hvern hún segir sig í fyrstu
óviljuga til þess skammar legorðs tekið hafi, þó hún hafi hvorki
þorað né kunnað því löglega yfir að lýsa.“68 Hún var dæmd til
dauða en náðuð með konungsúrskurði og slapp með hýðingu og
burtrekstri úr sókninni. Athyglisvert er hér orðið „skammarlegorð“,
notað um kynferðislegt ofbeldi, nauðgun. Báðar leita þær Sigríður
og Agnes til nágranna/nágrannakvenna um hjálp. Agnes skrifar
bréf fyrir Sigríði til húsfreyjunnar Steinvarar á stórbýlinu Borg, þar
sem Sigríður að eigin sögn biður hana að hjálpa sér til „að komast
burtu frá Nathan sem hún sæi sér engan veg til“.69 Annað bréf skrifa
þær til Rósu á Vatnsenda, sennilega sama efnis, en barn Rósu var,
þótt undarlegt megi virðast, í fóstri hjá föður sínum, alræmdum
óþokka á Illugastöðum. Þær biðja Friðrik fyrir bréfin, „sem Nathan
mátti ekki vita af“,70 og fá bréf frá þeim Steinvöru og Rósu til baka,
en eru ekki spurðar út í innihald þeirra.
Agnes flýr undan Natani til nágranna á næstu bæjum en er gerð
afturreka og á ekki í annað hús að venda en koma til baka og biðja
eftir hans skipun
65 Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um
miðja 14. öld en first prentuð árið 1578. Ritstj. Már Jónsson. Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar 8 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 103.
66 Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1270–1870, bls. 185.
67 Sama heimild.
68 Sama heimild, bls. 186.
69 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 196.
70 Sama heimild, bls. 188.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 113