Saga - 2014, Page 117
115
þeim er frá Agnesi komið. Í yfirheyrslunum er það þrisvar haft eftir
henni, einu sinni Sigríði sem hefur tileinkað sér það, og í öll skiptin
er það gefið upp sem ástæðan fyrir þátttöku þeirra í morðinu, einu
undankomuleiðinni sem samfélagið bauð þeim upp á.
Þær gjörðu lítinn ríks manns rétt
Í Karlamagnússögu er sérkennileg frásögn af franska riddaranum Ólí-
ver sem hefur hælt sér af því við hirð keisarans Húgons í Miklagarði
„að hann mundi hvíla 100 sinnum á einni nótt“ með dóttur hans „og
var það mikið fólskumál“. Keisarinn vill láta hann sanna þetta og
leiðir til hans dóttur sína, unga og fagra mey. Ólíver stígur hlæjandi
upp í hvíluna til hennar en bregður við „kurteislega“ spurningu
hennar: „‘Herra,’ segir hún, ‘komstu af Frakkalandi til að skemma
konur í Miklagarði?’“ Hann hættir við „fólskumálið“ og svarar:
„‘Hræðstu eigi, unnusta. Ef þú vilt mínum ráðum fylgja, þá skaltu
óskemmd héðan fara.’“76 Ráð hans eru að hún ljúgi því að föðurnum
að honum hafi heppnast þetta. Hún gengur að þessu og sleppur þar
með við hundraðfalda nauðgun. Keisarinn kann þessu illa, en Ólí-
ver hefur sigrað og fær að launum dótturina, sem keisarinn veit ekki
annað en sé skemmd. Svipað minni kemur fyrir í sagnadansinum
„Kvæði af Stíg og Regisu“, en þar hlífir riddarinn Stígur konungs-
dótturinni Regisu, sem komin er í sæng til hans, með því að snúa sér
til veggjar, og er viðlagið lagt henni í munn: „Enga skömm ég af
honum fékk.“77 Báðar eru þessar meyjar „ærlegar“ heldrimanna-
dætur, sem lögin kveða sérstaklega á um að bannað sé að nauðga.
Í sagnadönsum, kvæðum af erlendum uppruna frá 17. og 18. öld
sem flest hafa varðveist í munnlegri geymd kvenna þótt karlar hafi
safnað og skráð, eru nauðganir, refsingar og hefnd algeng viðfangs-
efni.78 Oft hefjast kvæði á því að konan neitar, sbr. „no“ vinnukon-
unnar í tilvitnuninni í sagnfræðinginn Roy Porter hér á undan.
Neitun kvenna er áhugaverð frá táknfræðilegu sjónarmiði sem upp-
eftir hans skipun
76 Karlamagnús saga og kappa hans III. Útg. Bjarni Vilhjálmsson (Reykjavík: Íslend -
ingasagnaútgáfan 1961), bls. 760. Ég þakka Jóni Torfasyni fyrir að benda mér
á þessa skrítnu frásögn af föður sem í eins konar veðmáli milli tveggja karla
framselur dóttur sína til nauðgunar.
77 Sagnadansar, bls. 103–105.
78 Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur. Útg. Helga Kress. (Reykjavík: Bókmennta -
fræðistofnun Háskóla Íslands 1997), bls. 19–20.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 115