Saga - 2014, Page 118
116
reisn gegn samfélagslegu og karllegu valdi en um leið ávísun á
ofbeldi og hótanir, ef ekki líflát. Í „Kvæði af Margrétu og Eilíf“ er
Margrétu nauðgað af riddara þar sem hún er ein á ferð í skógi.
Hann býður henni fyrst gull og græna skóga ef hún vilji játast hon-
um, en það vill hún ekki: „Aldrei á meðan eg lifi / játa skal eg þér.“
Hún neitar, hann nauðgar:
Reif hann hennar stakkinn,
reif hann hennar serk
áður hann gat framið
það syndsamlega verk.79
Í „Kvæði af vallara systrabana“ ganga tvær systur sig upp á „heiðar
brattar“, þar sem þeim er ekki óhætt fremur en Margréti. Þar hitta
þær fyrir vallara (pílagrím) sem gerir þeim tvo kosti: „‘Hvort viljið
þið heldur láta ykkar líf / eða vera mitt eigið víf?’“ Þær svara með
dæmigerðri neitunarsetningu sem með öfugum formerkjum berg-
málar setninguna á undan: „‘Fyrr viljum við láta okkar líf /en vera
þitt eigið víf’“, og hann stingur þær til bana.80
Það einkennir sagnadansa að þeir fara mjög fram í samtölum eða
beinni ræðu, þar sem konur fá að tala. Í „Kvæði af herra kóng
Símoni“ hefnir frúin og bóndakonan Ingigerður þess sem hún kallar
bæði „níðingsverk“ og „skemmdargjörning“ um leið og hún rifjar
atburðinn upp fyrir nauðgaranum, Símoni kóngi. Hún hafði treyst
honum, gefið honum öl og mat og sæng, en hann brotist inn til
hennar í „hæga loft“, hennar sérherbergi, og nauðgað henni með
aðstoð sveina sinna.
„Þú lést þína sveina
halda fótum mín
meðan þú, herra kóng Símon,
framdir vilja þín.
Þú tókst í minn gula lokk
og vast mitt höfuð í serk.
Heyrðu það, herra kóng Símon,
þú vannst þar níðingsverk.
Ég bar mig með bóndans barn
í það sama sinn.
helga kress
79 Sagnadansar, bls. 249–252.
80 Sama heimild, bls. 246–247.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 116