Saga - 2014, Blaðsíða 122
120
sigldi í kjölfarið á 17. öld, er órjúfanlega tengt samfléttan og samspili
þessara tveggja meginstofnana, ríkisvalds og kirkju.
Nýlegar greiningar og lýsingar á siðaskiptunum hafa tekið ein-
dregið mið af ofangreindum aðstæðum.3 Þetta ásannast líka á rann-
sóknum og ritum Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur (hér eftir Vilborg),
sem hefur öðrum íslenskum sagnfræðingum fremur sérhæft sig í
sögu siðaskiptanna. Í fyrsta lagi fjallaði doktorsritgerð hennar, Die
Einführung der Reformation in Island 1537–1565, um það hvernig
siðaskiptunum var komið á.4 Ritgerðin birtist ári síðar í íslenskum
búningi5 og öðru sinni á liðnum vetri.6 Í öðru lagi hefur Vilborg
fjallað í ritgerðum og bókarköflum um einstaka þætti siðaskiptanna,
kirkjuskipan Kristjáns III. Danakonungs7, afleiðingar siðaskiptanna
fyrir fátækraframfærslu8 og heilsugæslu.9 Í þessum ritum leynir sér
ekki að Vilborg hallast á sveif með kaþólskri kirkju. Hún rökstyður
þá skoðun sína að lúthersk siðbreyting hafi haft í för með sér, a.m.k.
á Íslandi, snöggar og djúptækar breytingar til hins verra bæði í efna-
hagslegu og samfélagslegu tilliti. Þá róttæku sögutúlkun tökum við
ekki til umræðu hér10 nema þann eina þátt hennar sem varðar fram-
loftur og helgi skúli
3 Sjá t.d. Euan Cameron, The European Reformation (Oxford: Clarendon Press
1991).
4 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Die Einführung der Reformation in Island 1537–1565.
Die Revolution von oben (Frankfurt am Main: Peter Lang 1996).
5 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi 1537–1565. Byltingin að ofan
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1997).
6 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan. Stjórnsýslusaga 16. aldar
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2013). Einungis í káputexta kemur
fram að þetta sé sama bók og hin fyrri en „aukin og endurbætt“. Aukningin
felst í nýjum kafla, „Viðauka“ (bls. 363–396) tengdum rannsóknum á
Skriðuklaustri. Að öðru leyti notum við fyrri útgáfuna.
7 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Nokkrar umþenkingar um kirkjuordinansíu
Kristjáns III“, Saga biskupsstólanna. Skálholt 950 ára — 2006 — Hólar 900 ára.
Aðalritstj. Gunnar Kristjánsson ([Akureyri]: Hólar 2006) , bls. 517–545.
8 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar. Um fátækraframfærslu
á síðmiðöldum og hrun hennar“, Saga XLI:2 (2003), bls. 91–126.
9 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Samfélagshlutverk Skriðuklausturs“,
Skriðuklaustur. Evrópskt miðaldaklaustur í Fljótsdal. Fræðirit Gunnarsstofnunar 1.
Ritstj. Hrafnkell Lárusson og Steinunn Kristjánsdóttir ([Skriðuklaustri]:
Gunnarsstofnun 2008), bls. 51–61.
10 Benda má á hliðstæða túlkun með mjög ólíkri niðurstöðu hjá Árna Daníel Júlíus -
syni, Landbúnaðarsaga Íslands I. Þúsund ára bændasamfélag 800–1800 (Reykjavík:
Skrudda 2013), bls. 209–214.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 120