Saga - 2014, Page 123
121
færslu fátæklinga. Um þetta er niðurstaða Vilborgar sú að með
siðaskiptunum hafi fátækraframfærslan „vaxið mönnum yfir höfuð
þegar stoðkerfi kirkjunnar brast í þessum málum og hreppar og
bændaheimilin í landinu urðu að axla þessar byrðar við gjörbreytt-
ar aðstæður í efnahags- og verslunarmálum“.11 Í þessu felast tvær
kenningar: sú fyrri að siðaskiptatíminn hafi markað mikla breytingu
til hins verra í fátækramálum; sú síðari að orsök þessarar breytingar
hafi einkum verið siðaskiptin sjálf, að við „siðbreytingu og þá stjórn-
skipunarlegu breytingu sem hún hafði í för með sér beið fátækra-
framfærslan mikið afhroð“12 þegar stofnanir kirkjunnar öxluðu ekki
lengur sinn hluta framfærslubyrðarinnar.
Að okkar dómi er það einkum þrennt í efnistökum og röksemd-
um Vilborgar sem skekkir niðurstöður hennar að því er varðar áhrif
siðaskiptanna á fátækraframfærslu. Í fyrsta lagi leggur hún lítið upp
úr því að fátækratíund var skipað með öðrum hætti á Íslandi en í
flestum grannlöndum okkar; nátengt þessu atriði er hið sérstaka fyr-
irkomulag, kennt við manneldi, sem haft var á framfærslu sveitar -
ómaga.13 Í öðru lagi — og tengt hinu fyrstnefnda — gefur Vilborg
sér að þar sem íslensku klaustrin voru bundin „grundvallarkenn-
ingu kristindómsins um líknarskyldu“ sé heimilt og við hæfi, fyrst
beinar heimildir skorti, „að álykta um framlag þeirra til fátækramála
[á Íslandi] út frá miðevrópskum reglum og hefðum …“.14 Í þriðja
lagi er kenning hennar um að „stoðkerfi kirkjunnar“ hafi brostið
með siðaskiptunum illa rökstudd, m.a. vegna þess að hún byggist
ekki á neinni eiginlegri rannsókn á „stoðkerfi kirkjunnar“ og lands-
högum eftir siðaskipti.
Skipulag fátækraframfærslu
Vilborg virðist ekki þekkja til íslenskra rannsókna á viðfangsefni
sínu eftir að Tryggvi Þórhallsson birti um það stutta grein 1936, og
tekur sérstaklega fram að „í hinu mikla riti Kristni á Íslandi er lítið
minnst á tilhögun fátækraframfærslu“.15 Um framfærslumál síðari
siðaskiptin og fátækraframfærsla
11 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 123.
12 Sama heimild, bls. 122.
13 Á þetta bendir Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Íslensk kirkjusaga (Reykjavík:
Flateyjarútgáfan 2012), bls. 139, þar sem hann mótmælir kenningu Vilborgar
„enda var framfærslan ekki á vegum kirkjunnar í kaþólskri tíð“.
14 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 113.
15 Sama heimild, bls. 91 nm.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 121