Saga - 2014, Blaðsíða 124
122
alda nefnir hún rannsóknir Gísla Ágústs Gunnlaugssonar16 en notar
þær ekki og þar með ekki tækifærið til að lesa í strjálar heimildir
fyrri alda út frá því sem betur er þekkt frá seinni tíð. Hún vitnar í
vissar reglur Grágásar og Jónsbókar en styðst um túlkun þeirra
aðeins við uppflettirit.17 Það er loks á síðasta ári að Vilborg vísar til
umfjöllunar í Sögu Íslands VI (2003) sem hún endursegir í einni setn-
ingu og hafnar jafnharðan.18
Vilborg tekur fullsterkt til orða um Kristni á Íslandi þar sem ekki
þarf lengra en í efnisyfirlit 3. bindis til að finna undirkaflann
„Fátækramál“, en í 2. bindi þarf reyndar að nota atriðisorðaskrá19 til
að finna umfjöllun um margt það sama og hjá Vilborgu, stundum
rækilegri.20 Að öðru leyti gengur Vilborg þegjandi framhjá heilli
kynslóð rannsókna21 sem ætlast hefði mátt til að hún kannaðist við.
Hér er reyndar um að ræða rannsóknir sem tengjast fremur
sveitarstjórn en kirkjusögu enda var hið skipulega og skyldubundna
fátækraframfæri á vegum hreppanna; þar á meðal fátækratíundin,
sem Vilborg kallar beinlínis „aðaluppistöðu“ fátækraframfæris á
miðöldum en lýsir í beinu framhaldi hvernig framfærsluþegar
„röltu rétta boðleið milli bæja“ og þágu málsverð og gistingu „lögum
samkvæmt“.22 Hér er raunar lýst í einu lagi þeim tvenns konar
skyldum sem hvíldu á bændum vegna fátækraframfæris, þ.e. að
greiða tíund og að hýsa löglega ómaga sveitar eða svæðis — mann-
loftur og helgi skúli
16 Sama heimild, bls. 123 nm.
17 Þ.e. í hinni íslensku gerð doktorsritgerðarinnar, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 108,
þar sem vísað er í Lexikon des Mittelalters og Íslandssögu a–ö (manneldi). Í
Sögugreininni 2003 er aðeins vísað í lagatextann sjálfan.
18 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 376.
19 Gunnar F. Guðmundsson, Kristni á Íslandi II. Íslenskt samfélag og Rómarkirkja.
Ritstj. Hjalti Hugason (Reykjavík: Alþingi 2000), bls. 353–362 (atriðisorðaskrá)
undir biskupsstólar (fátækraframfærsla); fátækrahjálp; fátækratíund; fátæktin; fram-
færsluskylda bænda; klaustur (gestrisni); tíund; ölmusa, ölmusugjafir; ölmusugæði;
ölmusumenn, þurfamenn.
20 T.d. um tíundargreiðslur (bls. 328–329) og framfærslukostnað ómaga (bls. 291),
einmitt á síðmiðöldum.
21 Átt er við rannsóknir Lýðs Björnssonar o.fl., sjá örstutt yfirlit í Loftur
Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir, „Þurfamenn í manntalinu 1703“, Mann -
talið 1703 þrjú hundruð ára. Greinar í tilefni afmælis. Ritstj. Eiríkur G. Guðmunds -
son og Ólöf Garðarsdóttir (Reykjavík: Hagstofa Íslands og Þjóðskjalasafn
Íslands 2005), bls. 85–121, hér bls. 86–89.
22 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 121.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 122