Saga - 2014, Síða 126
124
harðindaskeið25 — og voru þá hundruð þeirra á vergangi í stað
eigin legs sveitarframfæris.26 Þessar tölur eru því hærri sem þær eru
eldri. Þær tákna þó enga samfellda þróun heldur hafa farið skárri
tímabil á milli. Þannig bendir manntal í þremur sýslum 172927 ein-
dregið til þess að á fólksfjölgunarskeiðinu eftir stórubólu (1707–
1709) hafi sveitarómagar verið fáir, jafnvel síst fleiri en 1850.
Á fyrri öldum, t.d. bæði síðmiðöldum og siðaskiptatíma, voru
atvinnulíf og heimilisgerð væntanlega nógu svipuð til að reikna
megi með áþekkum sveiflum í framfærsluþörf fátækra eftir árferði
og mannfjölda. Hversu mikið af þeirri þörf lenti á hinu opinbera
framfærslukerfi — sem hrepparnir sáu aðallega um og tók engum
stökkbreytingum við siðaskiptin — valt hins vegar á því hve margir
nutu annarra úrræða. En þau voru aðallega tvö. Í fyrsta lagi
„frændaframfæri“, þ.e. skylda fólks til að framfæra ættingja sína,
jafnvel fjarskylda ættingja ef sæmilega efnað fólk átti í hlut. Vel má
vera að þeirri reglu hafi verið misjafnlega fast framfylgt á þeim
langa tíma sem hún var í gildi. Í öðru lagi gat verið misjafnt hve
margir tóku að sér ómaga án skyldu, ólu t.d. upp tökubörn28 eða
veittu tryggum hjúum skjól þótt þau þryti starfskrafta. Hér er það
sem stofnanir kirkjunnar koma við sögu samkvæmt skýringu
Vilborgar, þ.e. með því að taka að sér fátækt fólk og forða því frá að
lenda á sveitinni. Til að kirkjan hafi með þeim hætti létt af sveitunum
miklum eða mestum hluta þeirrar framfærslubyrðar sem þær
glímdu við síðar ættu skjólstæðingar hennar að hafa skipt hundruð -
um, helst mörgum hundruðum.
Á harðindaskeiðum, þegar atvinna minnkaði, heimili flosnuðu
upp og þúsundir bættust í raðir hinna snauðu, hefur þeim ekki
fjölgað að sama skapi sem fengu varanlegt hæli hjá velgjörðar-
mönnum eða líknarstofnunum. Þá reyndi hins vegar á örlæti fólks
við þá sem sveitarframfærið réð ekki við og hröktust á óskipulegan
loftur og helgi skúli
25 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús
S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1997), bls. 782.
26 Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir, „Þurfamenn í manntalinu 1703“,
einkum bls. 101 og 105–106.
27 Hans Oluf Hansen, Manntal 1729 í þremur sýslum. Hagskýrslur Íslands II, 59
(Reykjavík: Hagstofa Íslands 1975).
28 Sjá Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „„Everyone‘s been good to me, especially the
dogs“. Foster-Childen and Young Paupers in Nineteenth-Century Southern
Iceland“, Journal of Social History 27: 2 (1993), bls. 341–358.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 124