Saga - 2014, Side 127
125
vergang. Þar gátu stofnanir kirkjunnar líka lagt sitt af mörkum en
aftur þyrfti að reikna með háum tölum til að verulega hafi munað
um þær: mörgum hundruðum bónbjargafólks, tugþúsundum gisti-
nátta og málsverða.
Versnaði ástandið?
Grundvallaratriði í kenningu Vilborgar er að íslenskum fátækling-
um, þeim sem ekki áttu annað athvarf en hið opinbera framfærslu-
kerfi hreppanna, hafi fjölgað mjög eftir siðaskiptin. Rök hennar fyrir
því eru í snubbóttara lagi:
Frá síðari hluta 16. aldar eru til fjölmargir dómar, dæmdir af sýslu-
mönnum, sem bera þess glöggt vitni að málefni fátæklinga hafi borið
bændur og veraldleg yfirvöld ofurliði.29
Þessu til stuðnings er vísað til fjögurra dóma í Fornbréfasafni og
tveggja staða í Alþingisbókum og tekið fram að það séu aðeins
„nokkur lýsandi dæmi um ástandið en af miklu fleira er að taka“.30
Við getum staðfest að einhverja dóma má finna umfram þessa
fjóra31 en ekki hversu „fjölmargir“ þeir eru eða hvort skjalfest dæmi
eru „miklu fleiri“. Erfitt er að átta sig á hvað Vilborg á við með því
orðalagi. En þó ekki séu nema dómarnir fjórir sem vísað er til, frá
Eyjafirði líklega 1563 og aftur 1569, Skagafirði 1565 og Vesturlandi
sama ár, ásamt annars konar vitnisburði frá Norðurlandi 1557,32 þá
vitna þeir um mjög alvarlegt ástand, a.m.k. í stórum hlutum lands-
ins, þar sem bæði þurfti að bregðast við fátæktar vanda heimamanna
og fjölda aðkomufólks á vergangi. Mest er þetta frá sama áratugn-
um, þekktum fyrir hafís og harðindi;33 vissulega á seinni hluta 16.
aldar, en frá fyrri hluta aldarinnar bendir Vilborg líka á ýmsa vitnis-
siðaskiptin og fátækraframfærsla
29 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 121.
30 Sama heimild, bls. 121 nm. (Tilvísun í DI XV mun eiga að vera í nr. 154, ekki
155.)
31 Dæmi: Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn [hér eftir DI] XIV nr. 78
(bls. 99–100), „Dómr um fátækan dreng, sem úti varð“ frá 1568.
32 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 120.
33 Sjá t.d. Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls. 112–113. Heimildir
um árferði eru ekki ríkulegar frá þessu skeiði en benda má á að 1570 þótti
annáls vert að þá „kom ekki ís við land“. Islandske annaler indtil 1578. Útg.
Gustav Storm (Christiania: Norsk historisk kildeskriftfond 1888), bls. 377.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 125