Saga - 2014, Blaðsíða 128
126
burði um hallæri og fátæktarvanda.34 Það veltur því á dæmunum,
sem hún rekur ekki, hvort heimildir hennar sýna með sannfærandi
hætti mikinn mun á fyrri og seinni hluta 16. aldar.
Ofgnótt skýringa
Setjum nú svo að staðfesta megi tilgátu Vilborgar um mjög vaxandi
fátæktarvanda eftir miðja 16. öld. Skýring hennar, þ.e. að ástæðan
sé hrun hinna kaþólsku kirkjustofnana, hefði þá a.m.k. eitthvert
raunverulegt inntak. En væri það eina líklega skýringin eða a.m.k.
hin nærtækasta? Hér vill svo til að fleira gæti leitt til sömu niður -
stöðu.
Sjálf setur Vilborg fram almenna kenningu um að hagkerfi mið -
alda hafi hrunið skyndilega og það valdið því „fremur en flest
annað, að Íslendingar breyttust úr bjargálna mönnum í fátæklinga
á nokkrum áratugum“.35 Hér er ekki tilefni til að leggja mat á þessa
hörðu kenningu, aðeins benda á að fái hún á annað borð staðist þarf
engar stofnanaskýringar til þess að almennu efnahagshruni hafi
fylgt vaxandi örbirgð og vandi við framfærslu ómaga.
Vilborg heldur því fram að biskupsstólarnir og klaustrin hafi
verið burðarásar í hagkerfi miðalda. Afnám klaustra og skerðing á
efnahag biskupsstólanna eigi því þátt í hinu almenna efnahagshruni.
Annars rekur hún efnahagshrunið mest til breytinga á verslun en
bendir jafnframt á kólnandi veðurfar „litlu ísaldarinnar“ sem kunni
að hafa valdið nokkru um.36 Þessi loftslagsbreyting, sem bæði birtist
í tíðari harðærum og lægri hita í meðalári, gekk yfir á löngu tímabili
og skulum við ekki fullyrða hve mikið breyttist einmitt á 16. öldinni.
En umtalsverð loftslagsbreyting gæti að sjálfsögðu ein og sér skýrt
vaxandi framfærslubyrði, eins og glöggt kemur fram í árferðissveifl-
um 19. aldar. Sérstaklega á það við ef horft er á fátæktarvandann eins
og hann birtist á mestu harðindaskeiðum, eins og árin 1564–1568.
loftur og helgi skúli
34 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 96 (1500), 97
(1540), 120 nm. (1540 og árin á undan) og 98 (1544). Í síðastnefndu dæmi er
bóndi á Héraði dæmdur fyrir ýmsar sakir, m.a. að hafa „ekki gefið fimmta hlut
af fé því sem hann hefir ekki sjálfur af látið skera, tíu tigir að fjölda“. Vilborg
túlkar þetta sem „samkvæmt hefðbundnum skattareglum“ en okkur virðist
gjaldið of þungt til að vera annað en neyðarráðstöfun á fjárfellistímum.
35 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 338.
36 Sama heimild, bls. 310–311 og 359.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 126