Saga - 2014, Side 130
128
fátæki, sem varð hennar aðnjótandi, taldist verða velgjörðarmanni
sínum úti um sáluhjálp.40
Með efnahagskreppum, drepsóttum, stríðsátökum og uppreisn-
um 14. aldar breyttist afstaða bæði trúarlegra og veraldlegra yfir-
valda til hinna fátæku og snauðu. Tíðar uppreisnir meðal sveita- og
borgarbúa, sem spruttu af þessum aðstæðum, urðu þess valdandi
að yfirvöld fóru að líta á tötralýðinn sem stöðuga ógnun við þjóð -
félags skipanina. Mest ógn þótti stafa af uppflosnuðu fólki og um -
renningum sem streymdu til borganna í leit að framfærslumögu-
leikum en fóru líka stundum ránshendi um eigur efnamanna og
ógnuðu öryggi þeirra.41 Undir þessum kringumstæðum sneru yfir-
völd í reynd baki við betlimunkaímyndinni um hinn fátæka sem
guðs útvalinn. Til að hamla gegn betli og flakki gripu þau í mörg-
um löndum til þess ráðs að banna ölmusugjafir til heilbrigðra betlara
og einskorða fátækraaðstoð við þá sem höfðu tiltölulega fasta bú -
setu.42 Þetta var raunar sú stefna sem Lúther og fylgismenn hans
boðuðu í kjölfarið.43
Kaþólska miðaldakirkjan hafði vissulega framan af annað við -
horf til fátæktar og fátækra en sú kirkja sem Marteinn Lúther lagði
grunn að. Lúther leit svo á að fátækt væri í sjálfri sér ekki lofsverð í
augum guðs; það væri hjartalag manna og hugarþel sem skiptu
máli. Hann hafnaði þeirri hugmynd að guði væri velþóknanlegt að
menn afsöluðu sér eignum og auði. Þvert á móti væri það tilætlun
skaparans að menn yrktu jörðina og ynnu í sveita síns andlitis, guði
loftur og helgi skúli
40 Michel Mollat, The Poor in the Middle Ages. An Essay in Social History (New
Haven: Yale University Press 1986), bls. 119–128.
41 André Vaucher, „Le peuple au Moyen Age: du „Populus Christianus“ aux
„classes dangereuses“, Aspects of Poverty in Early Modern Europe II. Odense
University Studies in History and Social Sciences 100. Ritstj. Thomas Riis
(Odense: Odense University Press 1986), bls. 14–15; Jacques le Goff, Medieval
Civilization, 400–1500 ([Oxford]: Blackwell 1988), bls. 106–110; Franz Irsigler,
„Bettler und Dirnen in der städtischen Gesellschaft des 14.–16. Jahrhunderts“,
Aspects of Poverty in Early Modern Europe II, bls. 179–191, hér bls. 180–181. —
Telja má bændauppreisnirnar miklu í Þýskalandi í tíð Lúthers anga af þessum
hræringum.
42 André Vaucher, „Le peuple au Moyen Age“, bls. 15–16; Franz Irsigler, „Bettler
und Dirnen“, bls. 183–185; Bronislaw Geremek, „Le marginal“, L‘homme médiéval.
Ritstj. Jacques le Goff (París: Éditions du Seuil 1989), bls. 381–412, hér bls. 409.
43 Sjá C. Lundberg, The European Reformations (Oxford: Blackwell 1996), bls.
120–121.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 128