Saga - 2014, Síða 132
130
tekjur annars staðar frá til viðhalds og eflingar.48 Þessara stofnana
áttu einkum svokallaðir verðugir/sannir fátæklingar að njóta, ekki
síst aldraðir, farlama og sjúkir.
Áður er vikið að andófi kaþólskra yfirvalda á útáhallandi mið -
öld um og síðan lútherskra gegn betli og ölmusugæsku við heil-
brigða, „óverðuga“ fátæklinga.49 Velta má því fyrir sér hvaða áhrif
þessi viðhorfsbreyting hafi haft á stöðu og afkomumöguleika þessa
þjóðfélagshóps. Ljóst er að oft leiddi andófið til niðrandi auðkenn-
ismerkinga, frelsissviptingar og innilokunar.50 Meðal þessa hóps
reyndu yfirvöld líka að aðgreina svonefnda leyfilega og óleyfilega
betlara, öðru nafni förumenn eða flakkara. Hinir fyrrnefndu, oft
óvinnufært fólk, fengu leyfi til að betla í sínum fæðingarbæ eða —
sveit en utanaðkomandi betlara skyldi handsama og setja í betrun-
arbúðir, oft nefndar „tugt- og barnahús“. Í dansk-norska einveldinu
á 17. öld var óleyfilegt betl eða förumennska þannig lögð að jöfnu
við afbrot sem refsa skyldi fyrir með betrunarvist og nauðungar-
vinnu.51 Í þessum sama anda er bréf Kristjáns IV. frá 1619 um bann
við flakki og betli á Íslandi.52
Vilborg gerir ráð fyrir því að hugmyndafræði hins lútherska ein-
veldis, „sem braut í bága við hefðbundin viðhorf til fátæktar … hafi
loftur og helgi skúli
48 Sjá Harald Jørgensen, „L‘assistance aux pauvres au Danemark“, Aspects of
Poverty in Early Modern Europe III (Odense: Odense University Press 1990), bls.
11–16.
49 Sjá alþingisdóm frá 1591, Alþingisbækur Íslands II. 1582–1594 (Reykjavík:
Sögufélag 1915–1916), bls. 223. Í þessu sambandi má minna á að með
Píningsdómi árið 1490 var förumennska bönnuð á Íslandi, sjá Lovsamling for
Island I. Útg. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson (Kaupmannahöfn: A. F.
Höst 1853), bls. 42.
50 Hvað kaþólskt landsvæði áhrærir, sjá Franz Irsigler, „Bettler und Dirnen“, bls.
179–185.
51 Ole Georg Moseng, „„Tiggere kommer ind i Byen at gaa om oc Trøgle …“. Det
efterreformatoriske ansvaret for de som ikke klarte sig selv“, Heimen (2011), bls.
337–351, hér bls. 345–349. Hér var fyrirmyndin Tugthuset í Kaupmannahöfn
sem Kristján IV. stofnaði 1605 og Tugt- og barnehuset sem Kristján IV. lét stofna
á sama stað 1619, sjá E. Ladewig Petersen, „The wrath of God. Christian IV and
poor relief in the wake of the Danish intervention in the Thirty Years‘ War“,
Health Care and Poor Relief in Protestant Europe. Ritstj. O. P. Grell og A.
Cunningham (London: Routledge 1997), bls. 147–166, hér bls. 151–154.
52 Sjá Lovsamling for Island I, bls. 183.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 130