Saga - 2014, Page 133
131
ýtt undir aðsjálni nirflanna …“;53 með þessu orðalagi er gefið í skyn
að eftir siðaskiptin hafi dregið úr ölmusugjöfum. Ekki er ósennilegt
að sú hafi orðið raunin í umbrotum siðaskiptanna,54 en margt bendir
til þess að hallinn hafi rést við þegar frá leið. Eins og Vilborg bendir
á kvað kirkjuordinansía Kristjáns III. á um að setja skyldi „eina
almennilega ölmusukistu fyrir þá fátæku …“ í hverju bæjar-/
sveitar félagi.55 Gögn skortir um hversu miklu ölmususöfnunin
skilaði á 16. og 17. öld en seint á hinni 18. nam andvirði hennar 25%
og 58% af tekjum fátækrasjóðanna í tveimur stiftum í Danmörku.56
Þannig fer ekki milli mála að fátækraframfærsla á vegum bæjar- og
sveitarfélaga í dansk-norska konungdæminu byggðist að verulegu
leyti á ölmusugjöfum hinna lúthersku kirkjusafnaða.
Það er örðugt, ef ekki beinlínis ógerningur, að meta vægi ölmusu-
gjafa í fátækraframfærslu á Íslandi á árnýöld. Í kaþólskum sið voru
almennar ölmusugjafir gjarnan bundnar ákveðnum dögum og hátíð -
um kirkjuársins;57 hélst sá háttur áfram í lútherskum sið á ein-
mánaðarsamkomu í Hólastifti og á bænardegi að hausti í Skálholts -
stifti „svo sérhvör gjöri nokkuð til fram yfir skylduna eftir því sem
Guð skýtur þeim í hug“.58 Vitaskuld hafa ölmusugjafir farið eftir
efnahag manna og árferði í sveitasamfélaginu en að öðru jöfnu verður
að teljast ólíklegt að hvörfin frá kaþólsku til lúthersku hafi, með
orðalagi Vilborgar, „ýtt undir aðsjálni nirflanna“: söm og áður ætti að
hafa verið hvöt kristnum mönnum að sýna náungakærleik í verki,
hverjum eftir efnum og ástæðum. Ekki vantaði a.m.k. að yfirvalds-
siðaskiptin og fátækraframfærsla
53 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 123.
54 Sjá Martin Schwartz Lausten, Reformationen i Danmark, bls. 192. Vilborg (Sið -
breytingin á Íslandi, bls. 311) slær föstu, með tilvísun í þennan heimildarstað, að
afturför hafi orðið í fátækrafamfærslu í Danmörku eftir siðaskiptin, en texti
Schwartz Lausten gefur ekki tilefni til svo afdráttarlausrar fullyrðingar.
55 DI X, bls. 235.
56 Harald Jørgensen, „Det offentlige fattigvæsen i Danmark 1708–1770“, Opdag -
inga av fattigdomen. Sosial lovgivning i Norden på 1700-talet. Det nordiska for-
skningsprojektet Centralmakt och lokalsamhälle — beslutsprocess på 1700-
talet. Publikation 2 (Oslo: Universitetsforlaget 1982), bls. 31–108, hér 93–94.
57 Sjá Tryggvi Þórhallsson, „Ómagahald, matgjafir o.fl.“, Skírnir 76 (1936), bls.
123–132, hér bls.125–129.
58 Alþingisbækur Íslands II, bls. 256 (stafsetning samræmd). Um einmánaðarsam-
komur, sjá Árni Björnsson, Saga daganna (Reykjavík: Mál og menning 1993),
bls. 399–602.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 131