Saga - 2014, Page 134
132
menn og lútherskir prédikarar áminntu þegna sína og tilheyrendur
um skyldur þeirra í þessu efni.59 Í Vídalínspostillu segir þannig:
Verið og minnugir kærleikans, að þér gleymið ekki hinum volaða og
þurfamanninum, og sýnið þakklæti yðar við Guð, ekki einasta með
orði heldur og verki við hans fátæka, nauðstadda limu.60
Ölmusugjöf var talin kristileg skylda: hjálpuðu menn ekki nauð -
stödd um mundi guð refsa þeim bæði þessa heims og annars.61
Ekki mun hvað síst hafa reynt á náungakærleikann þegar flakk-
arar, svonefndir utansveitar-húsgangsmenn, áttu í hlut. Sem hálf-
gerðir utangarðsmenn hafa þeir átt mest komið undir ölmusugæsku
Péturs og Páls, bæði til fæðis og skæðis. Eins og við mátti búast —
og Vilborg gefur í skyn62 — veitti yfirvaldið í kaþólskum sið þeim
lengi vel meira svigrúm til að betla en gerðist eftir siðaskiptin. Á 17.
öld, ekki síst með svonefndum Bessastaðapóstum 1685, var enn
þrengt að þessum hópi;63 en svo lengi sem einstakir flakkarar hlutu
ekki dóm sem landeyður eða „lausgangarar“ hafa þeir lifað mest af
bónbjörgum.64
Erlendar hliðstæður — innlendar heimildir
Í rannsókn sinni á fátækramálum dregur Vilborg þrenns konar
ályktanir af erlendum hliðstæðum og er það allt réttmætt ef vand-
lega er með farið. Það er í fyrsta lagi um hugarfar eða ríkjandi
viðhorf, eins og rætt var í kaflanum hér á undan. Í öðru lagi um sett-
loftur og helgi skúli
59 Sjá tylftardóm um fátæka menn upp kveðinn í Spjaldhaga í Eyjafirði 1569. DI
XV, bls. 196–205; Vilborg, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 309, telur tíðar áminning-
ar dómendanna um náungakærleik eftir orðum biblíunnar til marks um „sam-
viskukreppu“ hreppstjórnarmanna. Dómurinn er „helmingadómur“, þ.e.
skipaður prestum að hálfu, og hafa þeir greinilega tekið að sér, í anda hinnar
lúthersku biblíufestu, að tína til ritningarstaði til stuðnings þeim reglum sem
áréttaðar eru í dómnum. Af þeirri aðferð þeirra er hæpið að álykta mikið um
hugarfar leikmanna.
60 Jón Þorkelsson Vídalín, Vídalínspostilla. Útg. Gunnar Kristjánsson og Mörður
Árnason (Reykjavík: Mál og menning 1995), bls. 190. Sjá enn fremur bls. 295.
61 Sjá Martin Schwarz Lausten, Reformationen i Danmark, bls. 191.
62 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 93–94 og 123.
63 Sjá Helgi Þorláksson, „Undir einveldi“, Saga Íslands VII. Ritstj. Sigurður Líndal
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Sögufélag 2004), bls. 48.
64 Um þennan hóp sjá Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir, „Þurfamenn í
manntalinu 1703“, bls. 112–117.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 132