Saga - 2014, Side 135
133
ar reglur hinnar almennu kirkju sem ætla má að hafi verið fylgt á
Íslandi líkt og annars staðar. Og í þriðja lagi um starfshætti kirkju-
stofnana sem ekki eru nákvæmar heimildir um frá Íslandi en hægt
að giska á út frá betur þekktum hliðstæðum erlendis.
Af reglum ræðir Vilborg einkum tilskipun páfa um að til fátækra
renni fjórðungur af tekjum biskupa og þriðjungur af gjöfum til
sóknar kirkna; reyndar tilskipun frá 5. öld en tekið mark á henni
a.m.k. fram á 8. öld þegar hún var innleidd á nýkristnuðum svæð -
um Þýskalands. Vilborg giskar á að tilskipunin kunni að hafa borist
þaðan til Íslands meira en 300 árum síðar, meðan landið lá undir
erkistól í Brimum.65 Það kann hún að hafa gert í einhverri mynd en
hér skiptir máli hvernig hliðstæð regla var útfærð á Íslandi, þ.e. með
því að fjórðungur tíundar rynni til þurfamanna. Tíundin hefur þá
verið helsti tekjustofn bæði biskupa og kirkna. Síðan uxu mjög aðrar
tekjur kirkjunnar, en hvers fátækir áttu að njóta af þeim verður ekki
lesið úr reglum frá því löngu fyrir tíð tíundar. Samanburðar þyrfti
að leita í reglum sem beitt var eftir að tíund komst á og það á
svæðum sem höfðu, eins og Ísland, sérstaka fátækratíund.
Önnur regla er einungis nefnd í doktorsritgerðinni: til fátækra
skyldu renna „sektir til kirkjunnar, giftingarleyfi vegna skyldleika
og greiðslur sem inntar voru af hendi til iðrunar og yfirbótar vegna
hrösunar af hvaða tagi sem vera skyldi …“66 Þetta er haft eftir yfir-
litsriti frönsku, ekki annað að sjá en það eigi að gilda um öll kaþólsk
lönd á endilöngum miðöldum. Væri stórfróðlegt ef treysta mætti að
íslenska kirkjan á síðmiðöldum hafi viðurkennt þetta, a.m.k. í orði,
því að sagnfræðingum hefur löngum orðið starsýnt á sakeyri sem
tekjulind íslensku biskupanna án þess að detta í hug að ráðstöfun
hans hafi verið bundin með þessum hætti.67 Þessa reglu nefnir
Vilborg samt ekki í Sögugreininni og hefur þá væntanlega, við nán-
ari athugun, séð ástæðu til að efast um gildi hennar á Íslandi.
siðaskiptin og fátækraframfærsla
65 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 93.
66 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 107.
67 Til dæmis fullyrðir Gísli Gunnarsson „að stór hluti sakeyris í kaþólskri tíð fór
raunar til að auka jarðeignir kirkjunnar“ („Fjárhagslegar forsendur kirkjustarfs
frá 16. öld til 1874“, 2. íslenska söguþingið 2002. Ráðstefnurit II. Ritstj. Erla Hulda
Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðinga -
félag Íslands, Sögufélag 2002), bls.162–179, hér bls. 169.) Gunnar F. Guðmunds -
son er sömu skoðunar og bendir á skjalfest dæmi af Ólafi Rögnvaldssyni
Hólabiskupi (Kristni á Íslandi II, bls. 135–136).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 133