Saga - 2014, Síða 136
134
Dæmi um erlenda framkvæmd nefnir Vilborg nokkur, sum mjög
almennum orðum: „Á meginlandinu á miðöldum sinntu sóknar-
kirkjur, klaustur og spítalar fátækraframfærslu …“;68 önnur ná -
kvæm ari dæmi eru einkum stofnun tveggja „spítala“ (dvalarheim-
ila) fyrir 50 manns í Björgvin 127669 og að 72 fátækir hafi verið
„brauðfæddir daglega“ í klaustrinu fræga í Cluny.70 Vandinn er
hvað alhæfa megi af slíkum dæmum og að meta hverju þau myndu
samsvara við íslenskar aðstæður. Frá Noregi væri enn fróð legra að
vita hvað gert var í sveitum en bæjum, og í Frakklandi voru fræg-
ustu risaklaustrin ekki nánustu hliðstæður við klaustrin á Íslandi.
En ef við þau er miðað á annað borð, þá hefði Vilborg mátt sækja í
sömu heimild þær upplýsingar, gefnar í einu lagi um Cluny og önn-
ur „helstu klaustrin“ frönsku á 13. öld, að þau hafi varið 3–5% af
tekjum sínum til ölmusugjafa og til að hýsa þurfandi ferðalanga.71
Ekki þarf sama hlutfall að hafa gilt á Íslandi en það er þó viðráðan-
legra til samanburðar en að átta sig á hvað 72 framfærsluþegar í
Cluny myndu samsvara mörgum á Þingeyrum eða Munkaþverá.
Þótt erlendar hliðstæður séu gagnlegar til að átta sig á hvað
íslenska kirkjan kunni að hafa gert í þágu fátækra, hrökkva þær
skammt til að sjá hvað hún hljóti að hafa gert. Með vissu vitum við
ekki annað en það sem beinar heimildir sýna en þær eru brota-
kenndar, bregða upp svipmyndum sem erfitt er að vita hve dæmi-
gerðar voru. Þess vegna er ómetanlegt þegar samtímaheimildir
alhæfa sjálfar um hina almennu framkvæmd. Einni slíkri má bæta
við þær sem Vilborg notar: Bessastaðasamþykkt frá 1555.72 Þar eru
leiðtogar landsins, með biskupa og lögmenn fremsta í flokki, að
bregðast við konungsboðskap um ýmis nýmæli. Meðal annars fallast
þeir á að gjalda skuli tíund af öllum leigujörðum kirkju og konungs,
en áður voru þær tíundarfrjálsar sem kirkjan hafði eignast fyrir
loftur og helgi skúli
68 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 113.
69 Sama heimild, bls. 112.
70 Sama heimild, bls. 116.
71 Michel Mollat, The Poor in the Middle Ages, bls. 135. Framar í sömu bók (bls. 87)
segir höfundur að Cluny-klaustrið hafi varið þriðjungi tekna sinna til hjálpar
fátækum, og mun þá eiga við eldra tímabil. Til þess vísar Vilborg í doktorsrit-
gerðinni (Siðbreytingin á Íslandi, bls. 103) og ályktar: „Má vera að það hafi verið
almenn viðmiðunarregla á miðöldum um hinn kaþólska heim.“ Þeirri djörfu
alhæfingu teflir hún ekki fram í Sögugreininni 2003 þar sem hún vísar alls ekki
til þessara upplýsinga.
72 DI XIII nr. 40, bls. 53–59.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 134