Saga - 2014, Side 138
136
klaustrin ræktu það þannig að aðdáun vakti og virðingu; önnur
sættu hins vegar gagnrýni, einmitt frá hugsjónamönnum klaustur-
starfsins sem iðulega börðust fyrir „siðbót“ einstakra klaustra eða
heilla klausturreglna eða stofnuðu nýjar reglur til að gera betur en
þær gömlu. Það voru líka sundurleitar hugsjónir sem klaustur og
reglur helguðu krafta sína: stundum vissulega líknar- og mannúðar-
starf, eins og Vilborg dregur fram, stundum fremur bæna- og trúar-
lífið, menningarstarfsemi ýmiss konar, predikunarstarf eða barátta
gegn trúvillu, jafnvel landvinningar krossferðanna.
Eftir erlendum hliðstæðum mætti því umfram allt vænta þess af
íslensku klaustrunum að þau hafi verið ólík, bæði ólík hvert öðru og
ólík milli alda eða tímabila. Á síðmiðöldum hafði þunginn í mann -
úðarstarfi klaustranna víða færst yfir á nýjar reglur eða reglugreinar
sem ekki voru til á Íslandi, því líkast að hugsjónamenn hafi horfið
frá því að siðbæta gamlar stofnanir og „stirðnaðar í formunum“.76
Íslendingar létu sér lengi nægja hin gömlu Benedikts- og Ágústín -
usar klaustur, og ber það ekki vitni um sérstakan áhuga á hugsjón-
um reglulífsins.
Eitt klaustur var þó stofnað nýtt á síðmiðöldum: Skriðuklaustur
(1494), reyndar af Ágústínusarreglu (kanúkareglu), en fornleifa-
rannsókn Steinunnar Kristjánsdóttur tekur af öll tvímæli um að þar
var — í a.m.k. einhverja áratugi af skammri sögu klaustursins —
rekið öflugt og stórmerkilegt mannúðarstarf.77 Um það vitna líkams -
leifar þeirra sem greftraðir voru í kirkjugarði á Skriðu en furðu stór
hluti þeirra ber ummerki langvinnra sjúkdóma. Steinunn gengur út
frá því að allt þetta fólk hafi verið greftrað í tíð klaustursins. Sú for-
senda hefur verið gagnrýnd og bent á rök fyrir því að langt fram yfir
siðaskipti hafi sjúkir notið aðhlynningar á Skriðu og átt þar rétt á
greftrun.78 Hér er sem sagt, eins og víðar, óvarlegt að fullyrða um
skörp skil við siðaskiptin. Engu að síður hljóta þessar greftranir
langveikra sjúklinga að hafa hafist í tíð klaustursins og vera til vitnis
um að þar voru sjúkir teknir til lækninga og umönnunar. Sumir
voru vafalaust fátækt fólk eða ómagar; hins vegar er ekki ljóst að
hve miklu leyti klaustrið sjálft kostaði vist fólksins á Skriðu. Hér er
loftur og helgi skúli
76 Sbr. ummæli Vilborgar sem vikið er að hér að framan, í kaflanum „Viðhorf til
fátækra og fátæktar“.
77 Steinunn Kristjánsdóttir, Sagan af klaustrinu á Skriðu, einkum bls. 195–247.
78 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Ritdómur: Sagan af klaustrinu á Skriðu“, Árbók Hins
íslenska fornleifafélags 2012 (2013), bls. 206–214, hér bls. 209–211.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 136