Saga - 2014, Qupperneq 139
137
sem sagt ekki beinlínis dæmi um fátækraframfærslu á vegum
klausturs. En úr því þetta var gert á Skriðuklaustri er ekki langsótt-
ur möguleiki að einhver íslensku klaustrin hafi, a.m.k. á vissum
tímabilum, notað krafta sína að verulegu leyti í þágu fátækra.
Fjárhagslegur blómatími íslensku klaustranna hefur verið á 14.
öld þegar leigujarðir skiluðu góðum tekjum. Í fólksfækkun 15. aldar
rýrnuðu tekjur þeirra eins og annarra jarðeigenda, jafnvel um allt að
helming.79 Bolmagn þeirra til góðra verka hefur þá þorrið, jafnframt
því sem ærið framboð á jarðnæði og atvinnu hefur um sinn dregið
úr þörfinni fyrir framfærslu öreiga. Af fyrrnefndri Bessastaða sam -
þykkt má þó ráða að alla tíð hafi þótt sjálfsagt að þau legðu nokkuð
af mörkum í því efni. Spurningin er hve mikið.
Hér bendir Vilborg á heimild frá vetrinum 1539–40 sem segir
fullum fetum „að í klaustrinu Viðey séu daglega aldir 40 fátækir
menn“.80 Þetta rita Íslandskaupmenn og Íslandsfarar í Hamborg
sem sjálfir höfðu verið á Íslandi eða sent menn til Íslands sumarið
áður og höfðu auk þess aðgang að upplýsingum hjá Gissuri Einars -
syni biskupsefni sem einmitt hafði vetursetu í Hamborg á leið sinni
á konungsfund. Heimildin ætti því að vera traust. Gallinn er bara sá
að þennan vetur var, eins og bréfriturum er fullkunnugt um, ekkert
klaustur starfandi í Viðey. Umboðsmaður hirðstjóra hafði rænt
klaustrið vorið 1539, lagt undir sig eigur þess og rekið munkana
burt. Sami umboðsmaður var að vísu veginn í Skálholti um sumarið
en klaustrið þó ekki endurreist heldur beðið úrskurðar konungs um
framtíð þess. Alla þá sögu rekur Vilborg skilmerkilega,81 m.a. líkur
til þess að fyrrnefnt bréf sé ritað í samráði við Gissur biskupsefni
enda sé þar stungið „upp á því að setja á stofn skóla í Viðey og gera
klaustrið að fátækrahæli.“82 Klausan um 40 fátæka er vissulega orð -
uð eins og þar sé lýst veruleika líðandi stundar, e.t.v. vegna mis-
siðaskiptin og fátækraframfærsla
79 Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls. 176–177, 181–184 og 217.
80 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 116. Í doktorsrit-
gerðinni Siðbreytingin á Íslandi, bls. 106, „meira en 40“, sem er réttara; hér er, í
tilvísun, tilfærður lágþýskur frumtexti: „szo werden doch daglikes mehr denn
vertich armer nottorfftiger lude daruth gespiset vnnd versorget.“ Heimildin er
DI X nr. 224, bls. 502–505. — Sú túlkun Vilborgar að þessar upplýsingar eigi
við klausturtímann verður henni meginröksemd fyrir því „að fátækrafram-
færsla íslenskra klaustra hafi verið allumsvifamikil“ (Siðbreytingin á Íslandi, bls.
106–107).
81 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi, kafli 4.4.1.
82 Sama heimild, bls. 141–142.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 137