Saga - 2014, Blaðsíða 140
138
skilnings milli heimildarmanns og ritara. En meiningin hlýtur að
vera önnur, væntanlega tengd nýnefndri uppástungu og þá átt við
að í Viðey væri hægt að framfæra svo marga fátæka.
Vilborg tekur svo til orða að með siðaskiptunum hafi klaustur-
lifnaður lagst „niður og þar með öll önnur starfsemi, sem tengdist
klausturlífi“.83 Þetta er ofmælt hvað varðar þá fátæklinga sem
klaustrin kunna að hafa séð fyrir uppihaldi á síðmiðöldum því að
allt bendir til að fátæklingar hafi áfram notið framfærslu á vegum
þeirra konunglegu eignaumsýslustofnana sem klaustrin urðu eftir
siðaskipti.84 Í Jarðabók Árna og Páls fyrir Mosfellssveit, sem skrá-
sett er 1704, kemur þannig fram að í Viðey hafi „um langan tíma
verið bú frá Bessastöðum og hospital til að forsorga þá tólf hospi -
talslimi sem kóngl. Majestet veitir uppheldi“.85 Þar að auki voru
samtals tólf einstaklingar, aðallega börn og gamalmenni, á framfæri
klaustranna þriggja, Munkaþverár, Skriðu og Kirkjubæjar.86 Óvíst
er að þeir hafi verið miklu fleiri í lok kaþólsks siðar.
Biskupsstólarnir
Í mati sínu á þætti biskupsstólanna í fátækraframfærslu í kaþólskri
tíð styðst Vilborg aðallega við biskupasögur. Af þeim dregur hún
m.a. þá ályktun að þegar á síðari helmingi 12. aldar hafi Skálholts -
stóll verið „félagsmálastofnun sem annaðist endurútdeilingu lífs -
gæða meðal fátæklinga“.87 Í þessu efni hafi Hólastóll í biskupstíð
Lárentíusar Kálfssonar (1324–1331) ekki verið eftirbátur Skálholts -
bisk upa. Til marks um það sé m.a. að biskup skipaði að tólf ölmusu-
menn skyldu vera „heima á Hólum og útibúum staðarins“ þar sem
þeir væru bæði fæddir og klæddir.88
loftur og helgi skúli
83 Sama heimild, bls. 326.
84 Sjá Loftur Guttormsson, „Var sögu íslensku klaustranna lokið með siðaskipt-
unum?“, Dynskógar. Rit Vestur-Skaftfellinga 7 (1999), bls. 158–175.
85 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III. Gullbringusýsla, Kjósarsýsla. 2.
útg. (Reykjavík: Sögufélag 1982), bls. 304.
86 Manntal á Íslandi árið 1703. Tekið að tilhlutan Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
(Reykjavík: Hagstofa Íslands 1924–1947), bls. 344, 405 og 440. Nánar um heim-
ildina: Helgi Skúli Kjartansson, „Var Viðey í eyði 1703?“, Manntalið 1703 þrjú
hundruð ára, bls. 77–84, hér bls. 81.
87 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 106.
88 Sama heimild, bls 108–109.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 138