Saga - 2014, Side 141
139
Öðru vísi háttaði til um biskupana í lútherskum sið, að dómi
Vilborgar, ekki svo mjög vegna þess að þá hafi skort vilja til þess að
líkna fátækum heldur öllu fremur vegna þess að þá hafi skort efni
til þess. Með siðaskiptunum voru kjör biskupanna, að sögn Vil -
borgar, „rýrð til muna, svo þeir stóðu ekki undir umfangsmikilli
félagslegri þjónustu, enda var embættisskilningur þeirra nú orðinn
annar“ með því að þeir töldust ekki lengur „feður fátæklinganna“.89
Á öðrum stað kemst hún svo að orði að með siðaskiptunum hafi
biskupsembættið „verið svipt drjúgum hluta af efnahagsgrundvelli
sínum“.90 Hér er komið að veigamiklu atriði í rökfærslu höfundar
sem óhjákvæmilegt er að staldra við.
Ljóst er að með siðaskiptunum færðust biskupsstólarnir undir
yfirstjórn og -umsjá konungsvaldsins. En eignir biskupsstólanna
héldust að miklu leyti óskertar. Helsta skerðingin fólst í þeim skipt-
um sem höfð voru á útvegsjörðum Skálholtsstóls á Suðurnesjum og
Seltjarnarnesi fyrir verðminni jarðir á Skipaskaga og í Borgarfirði.
Stóllinn rak þó áfram umfangsmikla útgerð allt fram á 18. öld, eink-
um frá Grindavík, þótt tekjurnar hafi eflaust rýrnað allnokkuð
miðað við fyrri tíð.91 En biskupsstólarnir í Skálholti og á Hólum
voru áfram gildustu jarðeigendur landsins og áfram hélst það kerfi
umboða sem mótast hafði á miðöldum til að annast umsýslu og inn-
heimtu af hinu mikla jarðagóssi.92 Hitt er rétt að konungsvaldið
eignaði sér drjúgan hluta af biskupstíundinni sem áður hafði runnið
óskipt til stólanna tveggja. En þess er að gæta að undir lok kaþólsks
siðar nam biskupstíundin ekki nema litlum hluta af heildartekjum
stólanna, hjá landskuld og kúgildaleigum.93
Einn fylgifiskur siðaskiptanna að dómi Vilborgar „var algjör
vanmáttur oddvita kirkjunnar að lina bráða hungursneyð …“.94
siðaskiptin og fátækraframfærsla
89 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 304–305.
90 Sama heimild, bls. 318.
91 Sjá Jón Jónsson, Útgerð og aflabrögð við Ísland 1300–1900. Hafrannsóknir 48
(Reykjavík: Hafrannsóknastofnun 1994), bls. 36–39. Sbr. einnig „bænar og
kæruskrá Odds biskups 1592“, Alþingisbækur Íslands II, bls. 284.
92 Sjá Guðrún Ása Grímsdóttir, „Biskupsstóll í Skálholti“, bls. 20–243, hér bls.
79–100.
93 Sjá Gísli Gunnarsson, „Fjárhagslegar forsendur kirkjustarfs frá 16. öld til 1874“,
bls. 169; Guðrún Ása Grímsdóttir, „Biskupsstóll í Skálholti“, bls. 147; Loftur
Guttormsson, Kristni á Íslandi III. Frá siðaskiptum til upplýsingar. Ritstj. Hjalti
Hugason (Reykjavík: Alþingi 2000), bls. 84–85.
94 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 120.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 139