Saga - 2014, Page 143
141
þjóðfélagsins en slíkt hafði per se næsta lítið með siðaskiptin að
gera.
Kristbú
Þriðja stólpann í stoðkerfi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi til fátækra-
framfærslu telur Vilborg kristfé,101 þ.e. framfærslufé til guðs fátækra
sem menn voru hvattir til að gefa sér til sáluhjálpar. Það fylgdi oftast
einstökum jörðum og er þar af runnið heitið kristbú eða kristfjár-
jörð.102 Að sögn Vilborgar var oft stofnað til kristbúa af einkaaðilum
til framfærslu fátækra eða ómaga, einatt ættingja þess aðila sem
testamenteraði. Bóndi, sem fékk kristfjárjörð til ábúðar, skyldi vista
einn eða fleiri ómaga og bar honum/þeim þá viss hluti af jörð -
inni.103 Samkvæmt kristinrétti Árna biskups (1275) átti biskup að
ráða kristfé. Fyrir siðaskipti munu a.m.k. 108 jarðir hafa talist kristfé,
flestar norðaustanlands. Margar þeirra voru þá orðnar eign klaustra
og biskupsstóla og var þá stundum reynt að losa jarðir við kvöð -
ina.104
Vilborg ræðir ekki að hvaða marki kristfjárjarðir muni í reynd
hafa nýst í upprunalegum tilgangi en dæmi benda til þess að mis-
brestur hafi verið á því. Árið 1320 kærðu þannig lögmenn til kon-
ungs að Auðunn rauði Hólabiskup tæki kristfé af fátækum til eigin
hagnaðar — og lagði konungur bann við því.105 Vart mun þetta eina
dæmið um misnotkun kirkjulegra yfirvalda á kristfé.106 Óvíst er
þannig hversu kristfjárjarðir nýttust á 14. og 15. öld í þágu fátækra-
framfærslu. Eftir siðaskipti munu einhverjar þeirra hafa runnið til
konungs með klaustraeignum.107 Víst er að hugur Odds Einarssonar
Skálholtsbiskups stóð til þess að kristfjárjarðir nýttust „til fátækra
siðaskiptin og fátækraframfærsla
101 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“, bls. 100–105.
102 Einar Laxness, Íslandssaga a–k (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1974),
bls. 187.
103 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 105–106.
104 Einar Laxness, Íslandssaga a–k, bls. 188. Þetta á að hafa samsvarað á vissu
tímabili 1,2% allra jarða á landinu, sjá Vilborg Auður Ísleifsdóttir „Öreigar og
umrenningar“, bls. 101. Sbr. og Tryggvi Þórhallsson, „Ómagahald, matgjafir
o.fl.“, bls. 132.
105 Einar Laxness, Íslandssaga a–k, bls. 188.
106 Kunnugt er dæmi frá biskupstíð Gissurar Einarssonar, sjá Lýður Björnsson,
Saga sveitarstjórnar á Íslandi, 1. b., bls. 65.
107 Einar Laxness, Íslandssaga a–k, bls. 188.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 141