Saga - 2014, Page 147
145
um samskiptum við umhverfi sitt og verður seint slitinn úr tengsl -
um við það. Ætti því ekki einmitt þetta samhengi — maður og um -
hverfi — almennt að vera rauður þráður í rannsóknum á sögu
mannsins?
I
Einmitt þetta samhengi manns og umhverfis hefur orðið að grund-
vallarinntaki umhverfisagnfræðinnar, greinar sagnfræðinnar sem
þróast hefur á undanförnum áratugum.4 Fyrstu tilraunir til sagn -
fræði legrar greiningar á sögu mannsins í umhverfi sínu má líklega
finna í rannsóknum fræðimanna Annálahreyfingarinnar. En um
1970 tóku bandarískir sagnfræðingar, svo og fræðimenn úr öðrum
greinum, að skilgreina sig sem umhverfissagnfræðinga og hófu að
gefa út tímaritið Environmental History. Upp úr 1990 tóku evrópskir
fræðimenn í auknum mæli að sérhæfa sig í umhverfissagnfræði og
stofnuðu tímaritið Environment and History. Síðan hefur fylgi
umhverfissagnfræði margfaldast og nú á greinin sér fylgjendur um
allan heim. Jafnt í Norður-Ameríku sem Evrópu og einnig í Suður-
Afríku, Ástralíu, á Nýja Sjálandi og á Indlandi, svo og víðast hvar í
Rómönsku-Ameríku.5
Eins og gefur að skilja hafa verið settar fram nokkrar ólíkar skil-
greiningar á umhverfissagnfræði. Bandaríski umhverfissagn fræð -
ing ur inn Donald Worster telur að hún sé „hluti af endurskoðunar-
hyggju til að gera fræðigreinina [sagnfræði] miklu yfirgripsmeiri í
söguritun sinni en hún hefur verið til þessa.“6 Kollega hans Donald
Hughes skilgreindi hið sama á heldur flóknari hátt: Umhverfissagn -
fræði er saga „sem leitast við að skilja mannveruna eins og hún hef-
umhverfi og sagnfræði
4 Um eðli og þróun fræðigreinarinnar, sjá einkum Donald Hughes, What is
Environmental History? (Cambridge: Polity 2006), Verena Winiwarter og Martin
Knoll, Umweltgeschichte (Köln: Böhlau 2007) og þemahefti um umhverfis-
sagnfræði í History and Theory 42:4 (2003).
5 Donald Hughes, What is Environmental History?, bls. 18–76; John Robert McNeill,
„Observations on the Nature and Culture of Environmental History“, History
and Theory 42:4 (2003), bls. 5–43, hér bls. 11–13.
6 Donald Worster, „Doing Environmental History“, The Ends of the Earth. Perspec -
tives on Modern Environmental History. Ritstj. Donald Worster (Cambridge og
New York: Cambridge University Press 1988), bls. 289–307. Tilvitnun á bls. 290:
„... part of a revisionist effort to make the discipline far more inclusive in its nar-
ratives than it has traditionally been.“
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 145