Saga - 2014, Síða 148
146
ur lifað, unnið og hugsað, í tengslum við allt hitt í náttúrunni og þær
breytingar sem á því hafa orðið í tímans rás.“7 Enn einum áhrifa-
miklum bandarískum umhverfissagnfræðingi, William Cronon,
tókst þó að skilgreina hið sama með fáum orðum: Það „verður að
vera vist fræði legt vit“ í söguskýringum okkar.8 Með hugtakinu
vistfræði er átt við samskipti lífvera sín á milli og við náttúrulegt
umhverfi sitt. Í raun má þrýsta skilgreiningunni saman í þetta
síðastnefnda atriði: Umhverfissaga er saga, þar sem litið er á feril
mannsins sem hluta af vistkerfinu sem hann tilheyrir. Maðurinn er
virkur þáttur um hverfis síns, lífvera í ákveðnu vistkerfi, og því er
rétt að skrá sögu mannsins sem ákveðinn hluta af sögu umhverfis-
ins. Með öðrum orðum, saga mannsins í umhverfi sínu.
Viðfangsefni umhverfissagnfræðinga eru einnig mörg, en sam-
kvæmt Donald Hughes má skipta þeim gróflega í þrjá flokka: Í fyrsta
lagi áhrif ýmissa umhverfisþátta á manninn, til dæmis áhrif loftslags-
breytinga á líf mannsins um aldir. Í öðru lagi áhrif mannsins á
umhverfi sitt og afleiðingar þess, eins og eyðingu skóga af manna
völdum og til hvers hún leiðir. Þessi þáttur hefur lengstum verið sá
fyrirferðarmesti í rannsóknum umhverfissagnfræðinga ef marka má
fjölda rannsókna. Í þriðja lagi rannsóknir á hugsunarhætti fólks og
viðhorfum þess til náttúrulegs umhverfis síns, til að mynda hug-
myndir manna og deilur um nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu.9
Ofannefnd dæmi um rannsóknir á þessum þremur sviðum hljóta
að koma íslenskum sagnfræðingum kunnuglega fyrir sjónir, enda
hafa þeir þegar skrifað um þau öll. Gísli Gunnarsson hefur rann-
sakað áhrif loftslags á sögu Íslands, Árni Daníel Júlíusson hefur
kannað eyðingu skóga á Íslandi af manna völdum og Unnur Birna
Karlsdóttir hefur skrifað um hugmyndir Íslendinga og deilur um
nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu.10 Þessi listi er að sjálfsögðu
óðinn melsted
7 Donald Hughes, What is Environmental History?, bls. 1: „... a kind of history that
seeks understanding of human beings as they have lived, worked and thought
in relationship to the rest of nature through the changes brought by time.“
8 William Cronon, „A Place for Stories: Nature, History, and Narrative“, Journal
of American History 78:4 (1992), bls. 1347–1376. Tilvitnun á bls. 1372: „must
make ecological sense“. Þótt Cronon sé ekki beinlínis að skilgreina umhverfis-
sagnfræði hafa þessi orð hans verið notuð sem skilgreining: Donald Hughes,
What is Environmental History?, bls. 1–2.
9 Donald Hughes, What is Environmental History?, bls. 3–8.
10 Gísli Gunnarsson, A Study of Causal Relations in Climate and History. With an
Emphasis on the Icelandic Experience (Lund: Lunds Universitet 1980) og „‘Given
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 146