Saga - 2014, Side 149
147
langt frá því að vera tæmandi, og nefna mætti langan lista rann-
sókna um sögu mannsins í umhverfi sínu á Íslandi. Slíkar rann-
sóknir eru ekki einungis unnar af sagnfræðingum, heldur einnig af
fræðimönnum úr öðrum greinum, svo sem mannfræðingum, forn-
leifafræðingum, líffræðingum, jarðfræðingum og loftslagsfræðing-
um. Fjallað er um ýmsa þætti í sögu manns og umhverfis á Íslandi:
Áhrif náttúruhamfara, farsótta og loftslagsbreytinga á Íslandssög-
una, sögu landbúnaðar, hlunnindanýtingar og sjósóknar, svo og
viðhorf og hugmyndir manna um umhverfi og náttúru í gegnum
tíðina. Fyrir liggur fjöldi rannsókna um umhverfissögu Íslands, þó
oftast um einn ákveðinn þátt sögulegra samskipta mannsins við
umhverfi sitt. En er hægt að draga sögu samskipta mannsins við
umhverfi sitt saman í staka þætti? Markmiðið hlýtur að vera að
tengja saman hina margvíslegu þætti í samskiptum mannsins við
umhverfi sitt til að skrá hina víðfeðmu og flóknu sögu mannsins í
umhverfi sínu.
II
Umhverfissagnfræðin sem fræðigrein er afkvæmi umhverfishreyf-
ingarinnar.11 Það voru fræðimenn úr þeirri hreyfingu sem gerðu
samskipti mannsins við umhverfi sitt að megininntaki rannsókna
sinna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og pólitísk litun
umhverfissagnfræðinnar dofnað jafnhliða því sem fræðigreinin
þróaðist. En eins og ýmsir aðrir nýir sprotar sagnfræðinnar hefur
hún óneitanlega tengsl við þá pólitísku hreyfingu sem hratt henni
af stað. Þetta hefur ýtt undir fordóma þar sem umhverfissagan hef-
umhverfi og sagnfræði
good time, legs get shorter in cold weather’. On Dummy Correlations of Climate
and History“, Aspects of Arctic and Sub-Arctic History. Ritstj. Ingi Sigurðsson og
Jón Skaptason (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2000), bls. 593–602; Árni Daníel
Júlíusson: „The Environmental Effects of Icelandic Subsistence Farming in the
Late Middle Ages and the Early Modern Period“, Aspects of Arctic and Sub-
Arctic History, bls. 279–288 og Þúsund ára bændasamfélag. Landbúnaðarsaga
Íslands. Fyrsta bindi (Reykjavík: Skrudda 2013), bls. 53–57, einnig bls. 113–115;
Unnur Birna Karlsdóttir, Þar sem fossarnir falla: viðhorf til náttúru og vatnsafls-
virkjana á Íslandi 1900–2008 (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2010).
11 Með hugtakinu „umhverfishreyfing“ (e. environmental movement) er átt við
ýmsar félagslegar og pólitískar hreyfingar sem hafa beitt sér fyrir náttúru- og
umhverfisvernd.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 147