Saga - 2014, Page 152
150
ekki gleyma því að tré vaxa líka.18 Ekki getur það heldur talist
markmið umhverfissagnfræðinnar að fjalla einungis um umhverf-
isþætti þegar þeir liggja í augum uppi sem áhrifavaldar í sögunni.
Umhverfið skiptir ekki einungis máli þegar einhver deyr — þegar
mannfall, stofnhrun og harðindi verða — heldur og ekki síður þegar
það er fólki til lífs. Umhverfissagnfræði fjallar því ekki eingöngu um
náttúruhamfarir, eyðingu og harðindi, heldur einnig um daglegt líf
fólks í umhverfi sínu og sjálfbæra nýtingu gæða náttúrunnar.
III
Eins og áður var á minnst er umhverfissagnfræði fræðigrein sem
fjallar um sögu mannsins í umhverfi sínu. Sumir líta svo á að
umhverfissagnfræði sé birtingarmynd þróunar innan sagnfræðinn-
ar. Donald Worster lýsti því þannig að sagnfræðingar byrjuðu á því
að skrá sögu mikilmenna, en fóru smám saman að fletta ofan af lög-
unum sem geymdu stéttir, kynþætti og kyngervi. Og nú vinna
umhverfissagnfræðingar sig alla leið „niður á jörðina sjálfa.“19 Þessu
má líkja við valdapíramída þar sem kóngar og ráðamenn tróna efst,
en undir þeim allur almenningur — karlar, konur og þrælar — og
neðst jörðin sjálf. Samkvæmt þessu hafa sagnfræðingar grafið sig
niður í gegnum allan valdapíramídann og eru nú komnir svo djúpt
að geta fjallað um jörðina sjálfa líka.
En stenst sú hugsun? Eins og Donald Hughes bendir á væri rangt
að líta aðeins á umhverfissagnfræði sem framrás í sagnfræði: „Nátt -
úran er ekki valdalaus; ef rétt er litið á hana er hún uppspretta alls
afls.“20 Umhverfissagnfræði fjallar ekki aðeins um samskipti manna
á milli, heldur um samskipti mannsins við allt sem umkringir hann.
Af sömu ástæðu væri líka óviðeigandi að hugsa sér um hverfið sem
greiningartæki í sagnfræði, líkt og Joan Scott lagði til með kyngervi.21
óðinn melsted
18 Joachim Radkau, „Was ist Umweltgeschichte?“, bls. 17.
19 Donald Worster, „Doing Environmental History“, bls. 289: „down to the earth
itself“.
20 Donald Hughes, What is Environmental History?, bls. 16: „Nature is not power-
less; it is, properly considered, the source of all power.“
21 Ellen Stroud, „Does Nature Always Matter? Following Dirt through History“,
History and Theory 42:4 (2003), bls. 75–81, hér bls. 75–76. Sjá einnig Joan Scott,
„Gender: A Useful Category of Historical Analysis“, The American Historical
Review 91:5 (1986), bls. 1053–1075.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 150