Saga - 2014, Page 153
Staðreyndin er einfaldlega sú að náttúran samlagast ekki mannin-
um, heldur er það maðurinn sem samlagast náttúrunni. Umhverfi
er því ekki einn þáttur mannsins, eins og kyngervið, heldur er
maðurinn miklu frekar einn þáttur umhverfisins. Þess vegna væri
óviðeigandi að leitast við að skapa rými fyrir sögu umhverfis innan
sögu mannsins. Maðurinn er hluti af umhverfi sínu og því verður
miklu frekar að finna mannkynssögunni stað í umhverfissögunni.
Réttara væri því að hugsa myndina af þessum viðfangsefnum
sem hring frekar en píramída. Þar er maðurinn — kóngar, karlar og
konur — í miðju hringsins og allt í kringum hann hið náttúrulega
umhverfi. Í þessari mynd verður umhverfissagnfræðin engu að
síður dæmi um einhvers konar framrás í sagnfræði, en ekki í þeim
skilningi að verið sé að grafa sig niður, heldur að verið sé að víkka
sjóndeildarhringinn. Í umhverfissagnfræði er saga mannsins sett í
það samhengi sem umlykur hana í raun og veru. Þar er maðurinn
hugsaður sem hluti af umhverfi sínu, sem lífvera í ákveðnu vist-
kerfi.
Hefðbundin sagnfræði eða „helstu“ greinar sagnfræði fjalla
sjaldnast um söguleg tengsl mannsins við umhverfi sitt. Hin ýmsu
afbrigði stjórnmála-, menningar-, félags-, hag- og hugmyndasögu
fjalla fyrst og fremst um samfélag manna, hugmyndir og samskipti
þeirra á milli. Þar er fjallað um hið hugmyndafræðilega, hið félags-
lega og stundum hið efnislega umhverfi — en sjaldnast um hið nátt-
úrulega umhverfi mannsins. Maðurinn er samt sem áður líffræðileg
vera í náttúrulegu umhverfi. Annaðhvort „lifir hann af“ líffræðilega
eða hann ferst. Öll saga mannsins gerist í náttúrulegu umhverfi
hans og því er rétt að líta svo á að sögulegt samband manns og
umhverfis ætti að vera rauður þráður í rannsóknum á sögu manns-
ins.
Af því sem hér hefur verið fjallað um er ljóst að umhverfis-
sagnfræðin er annað og meira en sérsniðin saga handa umhverfis-
sinnum. Á hana ber miklu fremur að líta sem tækifæri til að lýsa
sögu mannsins í því samhengi sem umlykur hana í raun og veru.
Hún á því erindi til allra sagnfræðinga hvort sem þeir fást við að
rannsaka sögu kónga, karla eða kvenna, því að sérhver mannvera
býr í sínu náttúrulega umhverfi. Þar að auki býður hún upp á tæki-
færi til að líta út fyrir mörk sagnfræðinnar og auka samstarf við
fræðimenn úr öðrum greinum, einkum náttúruvísindum. Umhverfis -
sagnfræði er jafnframt áskorun í þá veru að lýsa sögu mannsins og
samskiptum hans við umhverfið í öllum sínum margbreytileika. En
151umhverfi og sagnfræði
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 151