Saga - 2014, Page 155
guðni th. jóhannesson
Raupað úr ráðuneytum. Stjórnmál,
sjónarhorn, minni, tilgangur
Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J. Frá Hruni og heim. Reykjavík: Veröld
2013.
Jónína Leósdóttir, Við Jóhanna. Reykjavík: Mál og menning 2013.
Össur Skarphéðinsson, Ár drekans. Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum.
Reykjavík: Sögur 2013.
Hvað gera ráðherrar þegar þeir láta af störfum? Á því er auðvitað
allur gangur en sumir byrja á að segja sögu sína.1 Það sást vel
síðasta ár. Einn ráðherra birti þá bók byggða á eigin dagbókum,
annar lýsti störfum sínum í viðtalsbók og maki forsætisráðherra
skrifaði sögu þeirra hjóna. Einsdæmi er að þrír ráðherrar sjáist
þannig í bókum rétt eftir að þeir hurfu úr embætti. Skrifin gefa til-
efni til ýmissa hugleiðinga, ekki síst um vægi stjórnmálasögu í aka-
demískri sagnfræði, ólík sjónarhorn, minni fólks og tilgang frásagna.
Sú staðreynd er kunn að þegar sagnfræði varð að akademískri
fræðigrein á Vesturlöndum á nítjándu öld snerist fagið fyrst og
fremst um sögu stjórnmála, styrjalda og stórmenna. Á seinni hluta
20. aldar varð blessunarlega breyting á. Sagnfræðingar sneru sér í
ríkari mæli að hagsögu og félagssögu og síðar kynjasögu og ein-
sögu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Fjölbreytnin jókst og mörgum
fannst hefðbundin stjórnmálasaga úrelt. Þannig hefur verið sagt um
Fernand Braudel, einn forsprakka franska Annálaskólans sem lagði
áherslu á mikla yfirsýn í sögulegum rannsóknum, að hann hafi
nánast fyrirlitið hina fornu sögu atburða og konunga.2
Saga LII:1 (2014), bls. 153–168.
Í TARDÓMUR
1 Heiti þessa ítardóms er sótt í eitt verk af því tagi: Vilhjálmur Hjálmarsson,
Raupað úr ráðuneyti. Innan dyra á Hverfisgötu 6 í fjögur ár og fjóra daga (Reykjavík:
Þjóðsaga 1981).
2 David Abulafia, The Great Sea. A Human History of the Mediterranean (London:
Penguin 2012), bls. xxvi.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 153