Saga - 2014, Side 158
156
fólk og einkum á það við, eins og Bergsteinn Jónsson sagnfræðingur
komst að orði, „ef þar var um að ræða eintal við sjálfa sig en ekki
var verið að réttlæta sig í augum komandi kynslóða“.13 Þegar ég
skrifaði ævisögu Gunnars Thoroddsens bjó ég til dæmis að ítarleg-
um dagbókum þar sem Gunnar lagðist oft á eintal við sjálfan sig.
Stundum sá ég þó að Gunnar hafði eingöngu stungið niður penna
til þess að hann eða aðrir gætu sagt söguna síðar eins og hann
vildi.14
Hvað gerði Össur Skarphéðinsson í sínu riti? „Ég nýti dagbók-
arformið til að skýra samtímann,“ sagði hann í viðtali þegar bókin
birtist. Þótt hann birti ekki „meiðandi ummæli“ hafi sér fundist
„mikilvægt að halda trúnað við veruleikann eins og ég skráði hann
þegar ég var í miðju atburðanna.“15 Síðar bætti Össur við að sér hafi
verið umhugað um „að halda trúnað við færslur mínar“. Þær hafi
flestar verið skrifaðar nokkrum klukkustundum eftir að atburðirn-
ir gerðust, „hráar“ og skráðar af „nakinni hreinskilni“.16 Í formála
bókarinnar segir einnig að dagbókin veiti „blóðhráa innsýn í líf
stjórnmálamanns í framlínu ríkisstjórnar“.17
En er það svo? Grunsemdir vakna þegar í fyrstu setningu bókar -
innar. Frásögn af 1. janúar 2012 hefst með þessum orðum: „Eigin -
kona mín, Árný Sveinbjörnsdóttir, rekur mig í sparifötin í þann
guðni th. jóhannesson
13 Bergsteinn Jónsson, „Eftir ævilangt samneyti við sendibréf“, Íslenska söguþingið
28.−31. maí 1997. Ráðstefnurit II Ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur
K. Björnsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Sagnfræðinga -
félag Íslands 1997), bls. 11−14, hér bls. 13. Um umræður um kosti og galla dag-
bóka í sagnfræðirannsóknum, sjá t.d. Philippe Lejune, On Diary (Honolulu:
University of Hawaii Press 2009), Jochen Hellbeck, „The Diary between Litera -
ture and History. A Historian‘s Critical Response“, The Russian Review 63:4
(2004), bls. 621−629, Davíð Ólafsson, Bækur lífsins. Íslenskar dagbækur fyrr og
nú. Meistaraprófsritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1999, og Sigurður
Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasam-
félagi 19. og 20. aldar. Sagnfræðirannsóknir 13 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan 1997), bls. 45−68.
14 Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen. Ævisaga (Reykjavík: JPV 2010), bls.
571−572. Sjá einnig Stefán Pálsson, „Tár, bros og töfraskór“, Tímarit Máls og
menningar 72:3 (2011), bls. 136–140, hér bls. 138.
15 „Ég er bara kotroskinn alþýðupungur“, Morgunblaðið 17. nóvember 2013
(viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Össur Skarphéðinsson).
16 „Pólitísk bersögli með húmorísku ívafi“, Reykjavík 14. desember 2013 (viðtal
Hrafns Jökulssonar við Össur Skarphéðinsson).
17 Össur Skarphéðinsson, Ár drekans, bls. [5].
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 156