Saga - 2014, Side 159
157
mund sem klukkan slær eitt.“18 Í blóðhrárri dagbók þarf höfundur
ekki að minna sig á að kvöldi nýársdags hvað eiginkona hans heitir.
Þessu mætti jafnvel líkja við það að í minningum Steingríms J.
Sigfússonar hefði verið sagt frá því að hann hefði hripað niður á
brottfararspjald sitt: „Kaupa farsíma handa Bjarti Steingrímssyni,
syni mínum.“
Fleiri ritdómarar en ég hafa verið tortryggnir.19 Benedikt Jó -
hannes son útgefandi orðaði efasemdir sínar vel þegar hann sagði í rit-
dómi að þankar Össurar í bókinni væru „svo þrauthugsaðir að svo
nákvæmlega getur mennskur maður vart haft væntingar um óorðna
atburði. Textinn hefur á sér nostradamískt yfirbragð.“20 Þar að auki
komst upp um strákinn Tuma á stöku stað. Á það hefur verið bent að
í dagbók fyrir 19. maí 2012 segi höfundurinn frá því að þeir utanrík-
isráðherra Lúxemborgar telji báðir að François Hollande vinni góðan
sigur í forsetakosningum í Frakklandi. En í raun var kosið viku fyrr
(og náði Hollande kjöri). Önnur dæmi hafa einnig verið tínd til.21
Í stuttu máli er dagbók Össurar Skarphéðinssonar ekki „hrá“, og
taka má undir þessi orð Benedikts Jóhannessonar: „Gaman hefði
verið að sjá skrifin eins og þau voru fyrst, áður en höfundur fór
mjúkum höndum um textann, meitlaði og lagaði að raunveruleik-
anum eins og hann varð“.22 Ekki er síður markvert að Össur virðist
vita upp á sig sökina; í það minnsta skrifaði hann Benedikt og sagði
að ritdómur hans væri „býsna glúrinn, og þú ferð nærri um flesta
breyskleika mína“.23
Dagbækur eru heimildir sem vega þarf og meta, ekki síst ef þær
eru ekki allar þar sem þær eru séðar. En eru þær og önnur skrifleg
raupað úr ráðuneytum
18 Sama heimild, bls. 9.
19 Eiríkur Bergmann Einarsson, „Össur“, http://www.dv.is/blogg/eirikur-berg-
mann/2013/12/15/ossur/, 15. desember 2013; Ólafur Þ. Harðarson, „Össur,
Steingrímur og Ólafur Ragnar“, Tímarit Máls og menningar 75:1 (2014), bls.
130−138; Guðmundur Magnússon, „Réttnefndar dagbækur?“ Morgunblaðið 11.
desember 2013.
20 Benedikt Jóhannesson, „Dómur um bók Össurar: Bróðernið er flátt og gamanið
grátt“, Vísbending 44. tbl. 2013. bls. 1–2, hér 1.
21 Össur Skarphéðinsson, Ár drekans, bls. 163; athugasemdir Kjartans Valgarðs -
sonar á facebook 5. og 9. desember 2013; Guðmundur Magnússon, „Rétt nefnd ar
dagbækur?“ Morgunblaðið 11. desember 2013.
22 Benedikt Jóhannesson, „Dómur um bók Össurar: Bróðernið er flátt og gamanið
grátt“, bls. 1.
23 Athugasemd Benedikts Jóhannessonar á facebook, 6. janúar 2014.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 157