Saga - 2014, Side 161
159
ir að það hafi verið forsetaritarinn sem aðvaraði mig,“ segir í frá-
sögn af synjun forseta á Icesave-lögum Alþingis á gamlársdag
2009.31 Mér finnst samt eins og þetta séu frekar stílbrögð, nýtt til að
hnykkja á því hve forkastanleg Steingrími þótti ákvörðun forseta.
Steingrímur J. Sigfússon vildi segja sögu sína með sannfæringar-
krafti þess sem mundi, vissi og skildi hvað gekk á.
Steingrímur jánkaði því þó að sagan væri sögð af hans sjónar-
hóli.32 Sama gerði Össur Skarphéðinsson: „Ég er að skoða heiminn
með mínum augum og geri mér fulla grein fyrir því að aðrir myndu
hugsanlega lýsa sömu atburðum með öðrum hætti.“33 Vart er því að
undra að sumir þeirra sem koma við sögu í ritum þeirra vísi á bug
frásögnum þeirra og ályktunum. Bók Jónínu Leósdóttur hefur ekki
gefið tilefni til svipaðra skoðanaskipta enda stjórnmálin ekki í for-
grunni þar eins og áður var getið.
Tökum tvö dæmi frá Össuri og Steingrími. Um fyrstu Icesave-
samninga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sumarið 2009 segir
svo í frásögn Steingríms J. Sigfússonar: „Ögmundur Jónasson hafði
efasemdir um hvort rétt væri að semja, en hann lagðist ekki gegn mál-
inu og lýsti ekki andstöðu við inntakið hvorki með bókunum í ríkis-
stjórn né öðrum hætti.“34 Þessu hafnar Ögmundur Jónasson sem þá
var heilbrigðisráðherra: „Ekki trúi ég öðru en Steingrímur tali hér
gegn betri vitund því varla hefur hann gleymt umræðum í ríkisstjórn
og þá ekki síður á fundum okkar þriggja, mín, Jóhönnu Sigurðar -
dóttur og hans sjálfs, þessa örlagaríku daga þegar skrifað var undir
fyrsta Icesave samninginn nánast óséðan og óræddan í ríkisstjórn og
þingflokki.“35 Síðan má bæta við vitnisburði Tryggva Þórs Herberts -
sonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem mundi eftir „að hafa
setið fundi heima hjá Ömma sem gengu út á að stöðva málið“.36
Í bók Össurar Skarphéðinssonar er ítarleg, háfleyg og dramatísk
lýsing á tveimur ríkisráðsfundum að Bessastöðum árið 2012.37 Í frá-
raupað úr ráðuneytum
31 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 177.
32 „Steingrímur J. með bók um hrunið“, Vísir 17. október 2013, http://www.visir.
is/steingrimur-j.-med-bok-um-hrunid/article/2013710179943.
33 „Ég er bara kotroskinn alþýðupungur“, Morgunblaðið 17. nóvember 2013
(viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Össur Skarphéðinsson).
34 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 169.
35 Ögmundur Jónasson, „Tveir menn skrifa“, http://ogmundur.is/annad/nr/
6910/, 10. nóvember 2013.
36 Athugasemd Tryggva Þórs Herbertssonar á facebook, 10. nóvember 2013.
37 Össur Skarphéðinsson, Ár drekans, bls. 165−170 og 375−378.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 159