Saga - 2014, Qupperneq 162
160
sögn Össurar tuskaði Ólafur Ragnar Grímsson ríkisstjórnina til,
nánast eins og kennari ólesna krakka, fróðari um stjórnskipun
lands ins, klókari, kunnugri, skemmtilegri. Aðdáunar á forseta gætir
víðar í verkinu enda hafa tveir ritdómarar velt því fyrir sér hvort
þjóðhöfðinginn sé ekki í raun drekinn í Ári drekans.38 En hvað segja
aðrir ráðherrar sem sátu fundi ríkisráðs? „Mér fannst þetta fyrst og
fremst hallærislegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
um þær samkomur: „Það var tilfinningin sem helltist yfir mig þegar
þessi miklu ræðuhöld hófust við endann á borðinu í lokuðu her-
bergi. Ég upplifði það fyrst og fremst sem þörf á að taka pláss. Það er
einkenni á forseta Íslands, það er mikil rýmisþörf í öllum skilningi.
Þarna fékk hann útrás fyrir það.“39
En er sagan þá bara sjónarhorn? Í Bernskubók sinni lýsti Sigurður
Pálsson því þegar hann sá æskuheimili sitt Skinnastað í fyrsta sinn
frá nýjum stað, nágrannabænum Sandi: „Ég skynjaði afar sterkt að
í raun er miðpunktur ekki til, einungis sjónarhorn.“40 Að vissu leyti
er þetta alveg sjálfsagt, eins og Róbert H. Haraldsson heimspeking-
ur hefur rætt nánar, að vísu með því að beina sjónum sínum aðeins
sunnar: „Ætli Kópavogsbúanum brygði ekki í brún ef hann skryppi
upp á Kjalarnes en sjónarhornið á Esjuna breyttist ekki? Og það
myndi ekki heldur breytast þótt hann flygi yfir Esjuna eða gengi á
fjallið. Alltaf væri hann fastur í sama sjónarhorni, alltaf væri Esjan
jafnlangt í burtu, jafn blágræn og hún virðist úr Kópavogi.“41
Eins undarlegt væri þó ef Kjalnesingar og Kópavogsbúar gætu
ekki komið sér saman um hæð fjallsins frá sjávarmáli. En það gera
þeir. Sumt verður ekki deilt um, sama hvert sjónarhornið er.42 Þau
sannindi virðast einmitt vera eitt helsta haldreipi Steingríms J.
Sigfússonar. „Mælarnir segja sitt,“ er heiti undirkafla um ríkis-
stjórnarár hans eftir hrunið mikla. Er þar rakið að atvinnuleysi var
guðni th. jóhannesson
38 Ólafur Ísleifsson, „Ár í lífi utanríkisráðherrans“, Stjórnmál og stjórnsýsla 9:2
(2013), bls. 9−11, hér bls. 10; Gústaf Níelsson, „„Þetta er að verða eins og vit-
lausraspítali““, Þjóðmál 10:1 (2014), bls. 84−89, hér bls. 88.
39 „„Össur er alltaf með plan““, http://www.ruv.is/innlent/%E2%80%9Eossur-
er-alltaf-med-plan%E2%80%9C. Morgunútvarp Rásar tvö, 5. nóvember 2013.
40 Sigurður Pálsson, Bernskubók (Reykjavík: JPV 2011), bls. 230.
41 Róbert H. Haraldsson, Ádrepur. Um sannleika, hlutleysi vísinda, málfrelsi og
gagnrýna hugsun. Ritgerðir til nota í Heimspekilegum forspjallsvísindum (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag 2010), bls. 117.
42 Esjan er hæst 914 metrar. Sjá Landmælingar Íslands, „Ísland í tölum“,
http://www.lmi.is/wp-content/uploads/2014/02/island_i_tolum.pdf.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 160