Saga - 2014, Side 164
162
Sameiginlegar minningar eru í raun það sama og ríkjandi sjón-
arhorn, sem getur svo allt eins talist það sama og „dómur sögunn-
ar“, það vinsæla hugtak um mat manna á liðinni tíð. „Þessi ríkis-
stjórn þarf ekki að kvíða dómi sögunnar,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon í hörðum umræðum um vantraust á stjórnina í apríl
2011.47 „Kvíði ekki dómi sögunnar,“ sagði hann í viðtali tæpu ári
síðar.48 En ráðherrann virtist greinilega hugsa um hann. Rit Stein -
gríms er „málsvörn“ og „varnarrit“ fyrir „dómstóli sögunnar“, sagði
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís -
lands.49 Orðið „sjálfsréttlætingarbók“ hefur líka verið notað um
verkið.50
Tilgangurinn er vissulega augljós. Annars vegar vildi Stein -
grímur halda því til haga hve hörmulegu búi hin nýja ríkisstjórn tók
við eftir fall bankanna 2008 og búsáhaldabyltinguna í byrjun næsta
árs.51 Hins vegar ætlaði hann sér að verja gjörðir sínar og félaga
sinna við stjórnvölinn, fyrst í minnihlutastjórn Vinstri grænna og
Samfylkingar og síðan þeirri ríkisstjórn þessara flokka sem tók við
völdum með drjúgan þingmeirihluta vorið 2009 og sat út kjörtíma-
bilið. Í bókinni kveðst Steingrímur einmitt hafa „fullan hug á að láta
ekki sverta orðstír þessarar ríkisstjórnar sem ég tel vera eina þá
merkustu á lýðveldistímanum“.52
Ætlun Össurar Skarphéðinssonar er áþekk. Honum svipar til
annarra stjórnmálamanna að því leyti að hann er upptekinn af því
„hvernig Sagan muni á endanum dæma þá“, eins og einn ritdómar-
inn komst að orði.53 Markmið Össurar virðast þó margslungnari.
guðni th. jóhannesson
47 Vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar. 139. löggjafarþing, 111.
fundur, 751. mál, 13. apríl 2011. Steingrímur J. Sigfússon, http://www.alt-
hingi.is/altext/raeda/139/rad20110413T165108.html.
48 „Steingrímur J: Kvíði ekki dómi sögunnar“, Smugan.is 19. janúar 2012, https://
www.facebook.com/smugan.is/posts/302196086497831.
49 Ólafur Þ. Harðarson, „Össur, Steingrímur og Ólafur Ragnar“, Tímarit Máls og
menningar 75:1 (2014), bls. 130−138, hér bls. 130; Ólafur Þ. Harðarson, „Varnar -
rit Steingríms“, Stjórnmál og stjórnsýsla 9:2 (2013), bls. 1−4.
50 Karl Th. Birgisson, „Þegar Steingrímur kynntist kapítalinu“, Pressan 22. des-
ember 2013, http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/thegar-steingrimur-
kynntist-kapitalinu.
51 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 64−68.
52 Sama heimild, bls. 250.
53 Höskuldur Kári Schram, „Safarík frásögn af átakatímum“, Vísir 22. nóvember
2013, http://www.visir.is/safarik-frasogn-af-atakatimum/article/201371122
9915.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 162