Saga - 2014, Blaðsíða 165
163
Vissulega vill hann réttlæta eigin atbeina á ráðherrastóli, ekki síst
hvernig hann leiddi viðræður um aðild Íslands að Evrópu samband -
inu.54 En sömuleiðis lýsir hann ágreiningi og eigin óánægju með
framgöngu annarra stjórnarliða, einkum í Landsdómsmálinu sem
þróaðist þannig að Geir H. Haarde mátti, einn fyrri ráðherra, sæta
ákæru og hafa fáir treyst sér til að réttlæta þá niðurstöðu.55 Þannig
er málsvörnin í minningum Steingríms J. Sigfússonar ósannfærandi
ef út í það er farið.56
Þá fer vart á milli mála, ef marka má rit Össurar, að hann hefði
allt eins kosið að ríkisstjórnin segði af sér sumarið 2012, eða um
haustið þegar hún var ekki lengur með meirihluta á Alþingi.57 Loks
var Össur ekki ánægður með aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda
í skuldamálum einstaklinga. Það nefndi hann gjarnan í fjölmiðla -
viðtölum eftir að bók hans kom út og ný stjórn var búin að lofa að
bæta heldur betur hag heimilanna í landinu.58
Með þessum hætti sá Össur Skarphéðinsson kannski fyrir sér að
teljast til sigurvegara sögunnar frekar en þeirra sem töpuðu. Um
leið sverti hann hins vegar orðstír ríkisstjórnarinnar, svo gripið sé til
orðalags Steingríms J. Sigfússonar. Vonsvikinn þóttist hann sjá að
sagnaritarinn og uppgjafaráðherrann reyndi nú á frekar lúalegan
hátt að „búa til þá mynd af sér“ að hann hafi „viljað vera betri en
aðrir í fyrrverandi ríkisstjórn“.59 Má þá líka benda á þá kenningu að
„stríði minninganna“ megi líkja við raunverulega styrjöld sem sé
háð á ný, en þó með stílvopn í höndum í stað raunverulegra stríðs -
tóla.60
raupað úr ráðuneytum
54 Össur Skarphéðinsson, Ár drekans, bls. 200, 256−257, 261, 281, 361 og 366.
55 Sama heimild, bls. 24−26, 37, 41−42, 70, 72, 86, 133−134, 171 og 333.
56 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 212−215.
57 Össur Skarphéðinsson, Ár drekans, bls. 255, 257−258, 261 og 307−312.
58 Sjá t.d. „Össur: Stjórnin flaskaði á skuldamálunum“, Eyjan 29. desember 2013,
http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2013/12/29/ossur-stjornin-flaskadi-a-
skuldamalunum/; „Samfylking fari í naflaskoðun“, mbl.is 30. des. 2013,
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/30/samfylking_fari_i_nafla
skodun/.
59 „Forysta síðustu ríkisstjórnar var andvíg leiðréttingu“, mbl.is 30. desember
2013, http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/30/forysta_sidustu_rikis-
stjornar_var_andvig_leidrettin/. Sjá einnig Björn Valur Gíslason, „Félagi Öss-
ur“, http://bvg.is/blogg/2013/11/16/felagi-ossur, 16. nóv. 2013.
60 Tim Cook, The Madman and the Butcher. The Sensational Wars of Sam Hughes and
General Arthur Currie (Toronto: Allen Lane Canada 2010), bls. 9−10.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 163