Saga - 2014, Side 166
164
Enn fremur hafa ýmsir lesendur Árs drekans þóst sjá að höf-
undurinn hafi ekki aðeins ætlað sér að móta fortíðina heldur
framtíðina líka. Þar beri mest á því að Össur sé að „afsaka sig fyrir
sjálfstæðismönnum“ og „byggja brú“ til þeirra fyrir næstu alþing-
iskosningar.61 Þetta má vel vera. „Hann er svoleiðis pólitíkus.
Hann er alltaf að plotta,“ sagði Svandís Svavarsdóttir um fyrrver-
andi starfsbróður sinn í ríkisstjórn.62 Undir það myndi Össur sjálfur
líklega taka.
Þótt stjórnmálin séu ekki í brennidepli hjá Jónínu Leósdóttur fer
auðvitað ekki hjá því að hún grípi til varna fyrir Jóhönnu Sigurðar -
dóttur og ríkisstjórn hennar, sem varð sífellt óvinsælli á Íslandi.
Jónína heldur því til haga að utan landsteinanna hafi stjórnvöldum
verið hrósað fyrir endurreisn Íslands en hér heima hafi menn tönn-
last á því að fólksflótti væri brostinn á: „Það lá við að stjórninni væri
kennt um rigninguna og rokið.“63 Áðurnefnd orð Jónínu um álagið
á Jóhönnu og hótanir í hennar garð eru líka til þess ætluð að afla
henni samúðar eftirá. Megintilgangur verksins er þó annar, að auka
skilning „á lífi og tilfinningum samkynhneigðra og mikilvægi þeirra
breytinga sem orðið hafa á aðstæðum, réttindamálum og viðhorfum
til þessa þjóðfélagshóps á Íslandi.“64 Það er eins mikil pólitík og
hvað annað.
Hvernig tókst til? Náðust markmiðin? Vel samin og einlæg ást-
arsaga Jónínu og Jóhönnu mun eflaust styrkja málstað samkyn-
hneigðra á Íslandi og jafnvel víðar.65 Vilji Jóhanna Sigurðardóttir
reyna að móta sýn fólks á valdaskeið sitt þyrfti hún þó líklega að
greina betur frá stefnu sinni og skoðunum en gert er í bók Jónínu.
Í minningum sínum tekst Steingrími J. Sigfússyni ágætlega að
koma því til skila við hve mikla erfiðleika var að glíma þegar ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hrökklaðist frá völdum í
ársbyrjun 2009, rúin trausti. Það var reyndar ekkert stórvirki, svo
guðni th. jóhannesson
61 Atli Þór Fanndal, „Friðlýsing í hægagangi“, Reykjavík 18. janúar 2014; Björn
Valur Gíslason, „Félagi Össur“, http://bvg.is/blogg/2013/11/16/felagi-ossur,
16. nóvember 2013.
62 „„Össur er alltaf með plan““, http://www.ruv.is/innlent/%E2%80%9Eossur-
er-alltaf-med-plan%E2%80%9C. Morgunútvarp Rásar tvö, 5. nóvember 2013.
63 Jónína Leósdóttir, Við Jóhanna, bls. 227. Steingrímur J. Sigfússon var sama sinn-
is, sjá Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 266−268.
64 Jónína Leósdóttir, Við Jóhanna, bls. [5].
65 Rithöfundurinn Þórunn Erlu Valdimarsdóttir kallaði verk Jónínu t.d. „bestu bók
síðustu áratuga“. Sjá „Með svo blíð boðefni“, Fréttablaðið 25. febrúar 2014, bls. 16.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 164