Saga - 2014, Blaðsíða 167
165
ömurlegt var ástandið augljóslega. Síðan missir varnarrit og máls-
vörn Steingríms J. Sigfússonar frekar marks. „Það er ekki auðvelt að
toga upp úr Steingrími viðurkenningu á að hann hafi gert mistök í
starfi,“ skrifaði skrásetjarinn sjálfur. Dæmi um það í bókinni eru fá
og oftar en ekki fylgja réttlætingar eða útskýringar sem leiða til þess
að lesendum sýnist að í raun hafi engin mistök verið gerð.66 Þessi
tregða rýrir trúverðugleika verksins.
Þar að auki er það þrautin þyngri fyrir Steingrím að réttlæta þær
ákvarðanir sem teknar voru í stórum deiluefnum, einkum umsókn
um aðild að Evrópusambandinu, aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og samninga um Icesave. Kvöldið fyrir alþingiskosningar 2009
ítrekaði Steingrímur í sjónvarpi að forysta Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs teldi ekki koma til greina að hefja aðildarvið ræður
að sumri. En það var síðan gert vegna þess að annars hefði ekki
verið mögulegt að halda áfram samstarfi við Samfylkinguna.67 Í
stjórnarandstöðu fann Steingrímur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum flest
til foráttu, í stjórn féllst hann á nána samvinnu við hann. Svipuð
sinnaskipti urðu í sambandi við samninga um Icesave-skuldbind-
ingar Landsbanka Ís lands. Hér verður þó að halda því til haga að
Steingrímur viðurkennir fúslega að þegar hann var kominn í emb-
ætti ráðherra hafi raunsæi orðið að ráða.68 Fá dæmi eru þó um
skýrari sinnaskipti eftir því hvort menn voru í stjórn eða stjórnar-
andstöðu, nema ef vera skyldi afstaða margra sjálfstæðismanna til
samninga um lausn Icesave-deilunnar. Auk þess held ég að þeim
„dómi sögunnar“ verði seint hnekkt á Íslandi að rétt hafi verið að
hafna samningum um Icesave, með atbeina forseta Íslands. Breytir
þá engu þótt bent sé á að í hita leiksins hafi samningaleiðin virst ill -
skást og þaðan af síður er líklegt að einhver tölfræði um að með sam-
komulagi hefði hagur Íslands jafnvel vænkast fyrr og betur breyti
nokkru. Svo mikið var í húfi að kjósendur vildu eiga síðasta orðið.
raupað úr ráðuneytum
66 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 262. Sjá einnig bls. 27, 29, 120, 123,
125, 165 og 263. Sjá einnig Karl Th. Birgisson, „Þegar Steingrímur kynntist
kapítalinu“, http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/thegar-steingrimur-
kynntist-kapitalinu, 22. desember 2013.
67 Þessi ummæli hafa víða verið rifjuð upp síðar. Sjá t.d. Hjörleifur Guttormsson,
„Skriftamál Steingríms og ESB-aðildarumsóknin“, Morgunblaðið 5. desember
2013; „Týr“ (dulnefni), „„Stærstu svik íslenskrar stjórnmálasögu““, Viðskipta -
blaðið 14. mars 2014, http://www.vb.is/skodun/103032/. Sjá einnig Björn Þór
Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 95 og 143−147.
68 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 11, 57, 70 og 161.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 165