Saga - 2014, Page 169
167
Össur Skarphéðinsson kann að skrifa, um það eru nær allir sam-
mála sem fjallað hafa um bók hans. Fólk mærir með réttu fjör höf-
undarins og leiftrandi stíl.76 Þegar eru nokkur dæmi þess að frá-
sagnir Össurar séu nýttar í seinni tíma rökræðum. Til þeirra hefur
verið gripið í umræðum á Alþingi og gera andstæðingar Samfylk -
ingar innar sér þá einkum mat úr þeim.77 Í skýrslu Alþjóðastofnunar
Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið
er níu sinnum vitnað í Ár drekans, oftar en flestar aðrar bækur.78 Án
efa munu innblásnir bókarþættir Össurar af ríkisráðsfundum á
Bessastöðum lifa en andstæð sjónarmið Svandísar Svavarsdóttur í
útvarpsþætti falla í gleymskunnar dá.
Er þá tilganginum náð? Mun Össuri Skarphéðinssyni takast að
setja sinn svip á sameiginlegar minningar landsmanna um árið 2012
og alla hans tíð í embætti utanríkisráðherra? Hér verður að taka með
í reikninginn efasemdir um sannleiksgildi dagbókarfærslna hans.
Jafnframt hafa þeir sem heillast ekki af mælgi og lífsgleði Össurar
kvartað undan því að fyrir honum virðist stjórnmálin bara vera leik-
ur leiksins vegna.79 Og megi saka Steingrím J. Sigfússon um sjálfs-
hól verður ekki heldur framhjá því litið að Össur kallar sjálfan sig
„survivor dauðans“ innan Samfylkingarinnar og „pólitískan ál“,
öðrum klókari á hinum pólitíska vígvelli.80 Þá vekja lýsingar hans á
viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu spurningar um
heildaráætlanir og gildi stundarsigra þegar styrjaldir tapast. Allt
árið 2012 tókst ráðherranum að halda viðræðunum áfram þrátt fyrir
raupað úr ráðuneytum
76 Benedikt Jóhannesson, „Dómur um bók Össurar“, bls. 2; Ólafur Ísleifsson, „Ár
í lífi utanríkisráðherrans“ bls. 11; Gústaf Níelsson, „„Þetta er að verða eins og
vitlausraspítali““, bls. 84 og 89.
77 Atli Þór Fanndal, „Friðlýsing í hægagangi“, Reykjavík 18. janúar 2014.
78 Aðildarviðræður Íslands við ESB. Úttekt unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Samtök
atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda (Reykjavík: Alþjóða -
mála stofnun Háskóla Íslands, [2014]), http://ams.hi.is/wp-content/uploads/
2014/03/Uttekt-AMS-um-adildarvidraedur-Islands-vid-ESB.pdf, bls. 16, 24,
26, 30, 64, 73, 112 og 120.
79 Sturla Böðvarsson, „Bókin Ár drekans er kennslubók í plotti og pólitískum
undirmálum“, Pressan 2. desember 2013, http://www.pressan.is/pressu
pennar/Lesa_Sturlu/bokin-ar-drekans-er-kennslubok-i-plotti-og-politiskum-
undirmalum; Ragnar Þór Pétursson, „Lesskýrsla I: Ár drekans (jan-maí)“,
Pressan 2. janúar 2014, http://blog.pressan.is/ragnarthor/2014/01/02/les
skyrsla-i-ar-drekans-jan-mai/.
80 Össur Skarphéðinsson, Ár drekans, bls. 274 og 304−305.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 167