Saga - 2014, Side 170
168
makríldeilu og vaxandi efasemdir Vinstri grænna. „Ég segi að það
sé … kraftaverk að halda ESB-umsókninni á lífi með makríl logandi
allt um kring og villiketti VG með klærnar í henni við hvert tæki-
færi,“ segir Össur um fund með Ólaf Ragnari Grímssyni í desember
þetta ár — og brosti forseti víst góðlátlega við þeim orðum.81 En
síðan þurfti að gera ótímabundið hlé á viðræðunum svo skellur
stjórnarflokkanna — einkum Vinstri grænna — yrði ekki því meiri
í alþingiskosningum.82 Vægi allra stundarsigranna í umsóknarhas-
arnum, sem Össur lýsir víða í bók sinni, verður að meta í því ljósi.83
Dómur sögunnar gæti orðið sá að þeir þyki harla lítils virði.
Hér er kannski komið að helsta galla stjórnmálasögunnar, að mati
þeirra sagnfræðinga sem hafa gagnrýnt hana að fornu og nýju, að
hún ýki vægi einstaklinga og viðburða í tímans rás.84 Í víðara sam-
hengi — longue durée — verða æsispennandi fundir og ráðabrugg
Össurar Skarphéðinssonar ekki svo mikilsverð. Sagt hefur verið að í
bók hans sé mest fjallað um atburði „sem í fyllingu tímans muni ekki
telj ast hinir raunverulegu meginvindar íslenskra stjórnmála“.85 Í árs-
byrjun 2013 sagði Steingrímur J. Sigfússon jafnframt um Icesave-deil-
una: „Kannski á það eftir að verða fótnóta í sögunni, svona þegar frá
líður, þetta skelfilega mál.“86 Hver veit nema hið víða sjónarhorn
verði Steingrími, Össuri (og Jóhönnu) frekar til bjargar fyrir dómi
sögunnar en þær bækur sem hér hafa verið ræddar.
guðni th. jóhannesson
81 Sama heimild, bls. 361.
82 Sjá t.d. Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 151−152.
83 Össur Skarphéðinsson, Ár drekans, bls. 200, 256−257, 261, 281 og 366.
84 Sjá t.d. Fernand Braudel, On History. Þýð. Sarah Matthews (London:
Weidenfeld 1980), bls. 33.
85 Ragnar Þór Pétursson, „Lesskýrsla I: Ár drekans (jan-maí)“.
86 Baldur Arnarson, „Icesave aðeins „fótnóta í sögunni““, mbl.is 29. janúar 2013,
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/29/icesave_adeins_fotnota_i_sog
unni/.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 168