Saga - 2014, Page 172
og prent og Tyrkjarán sem námsefni. Við reynum þó ekki að hafa skörp skil
á milli okkar enda varla æskilegt. Í minn hlut kom að lýsa helstu einkenn-
um ritgerðarinnar og fjalla um frágang; enn fremur fjalla ég um minningar-
hugtök og þjóðsögur og sagnir, uppruna ræningja, einkenni rána og land-
varnir og vík loks að altaristöflu einni.
Kostir ritgerðarinnar
Óhætt er að segja að nálgun doktorsefnis sé forvitnileg og frumleg og það
er ófátt sem ágætir ritsmíð hans. Það eru ekki ránsatburðirnir sjálfir sem eru
aðalatriði í fyrirliggjandi ritgerð heldur hvernig þeirra er minnst og er
nýjung. Doktorsefni hafði áður fjallað um atburðasöguna og heimildir í því
sambandi í meistararitgerð sinni og vildi ekki endurtaka það í þessari rit-
gerð, nema hið nauðsynlegasta. Hér eru einkum minningar um Tyrkjaránið
lagðar til grundvallar í rannsókninni. Spurt er: Hvernig hefur íslensk þjóð
minnst Tyrkjaránsins? Hvaða merkingu hefur það í hugum fólks? Þá er ekki
aðeins spurt hvernig ránið birtist í rituðum frásögnum heldur líka í þjóðsög-
um og sögnum og örnefnum og fjallað er um listaverk. Loks er frásögnum
kennslubóka í sögu um Tyrkjaránið gert hátt undir höfði. Allt er þetta frum-
legt og forvitnilegt. Doktorsefnið leggur áherslu á sýnilegar minjar og hef-
ur orðið fyrstur til að draga altaristöflu í kirkjunni að Krossi í Landeyjum
inn í hina fræðilegu umræðu um Tyrkjaránið. Að þessu öllu saman er mikill
fengur.
Um leið og doktorsefnið tilgreinir hið nauðsynlegasta um atburðasög-
una, til að skýra samhengi, reynir hann að gera það jafnframt á nýjan hátt,
varpa nýju ljósi á atburði, t.d. með því að skoða þá í ljósi hugtaka eins og
tráma eða hremming (bls. 54–58) sem munu ekki hafa verið nýtt fyrr í þessu
viðfangi. Eins og kunnugt er geta sagnfræðingar fundið sífellt nýjar hliðar
á kunnum heimildum með því einfaldlega að spyrja nýrra spurninga eða
setja efni í nýtt samhengi. Þetta gerir doktorsefni óspart, setur íslenskar
heimildir í nýtt samhengi. Hitt er þó víst að áður óþekktar eða vannýttar
heimildir geta gjörbreytt ríkjandi mynd af atburðum og skilningi á þeim.
Þess vegna er sagnfræðingum í mun að leita sem best heimilda á líklegum
stöðum. Doktorsefni hefur svipast um víða um lönd, t.d. í Danmörku,
Hollandi og Frakklandi, og árangur hefur orðið töluverður. Hann er fyrst-
ur til að nýta ýmsar heimildir sem til eru um foringja ránsins í Grindavík og
atlögunnar að Bessastöðum. Hann hefur dregið fram hollenska heimild, sem
áður var óþekkt hérlendis, um atburðina í Grindavík. Þá hefur hann fært sér
í nyt umtalsvert efni sem íslenskir fræðimenn munu ekki hafa nýtt áður úr
frönsku heimildasafni um Marokkó og málefni ræningjanna þar. Enn frem-
ur nýtir hann fyrstur lítt kunnar heimildir um útlausn íslenskra fanga árið
1645 eða þar um bil. Þá hefur hann verið mjög iðinn og áhugasamur við að
afla fræðilegra ritgerða og bóka um ræningja og slóðir þeirra í Norður-Afríku.
170 andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 170