Saga - 2014, Page 173
Loks er þriðja meginatriðið sem ágætir ritgerðina. Doktorsefnið er ekki
síst forvitinn um alþjóðlegt samhengi atburðanna og um rán Tyrkja annars
staðar sem hann tekur til samanburðar. Það birtist í samanburði milli ráns-
ins á Íslandi 1627 og sambærilegra atburða í Færeyjum 1629 og á Írlandi
1631. Það er nýtt. Hann leggur líka áherslu á að skoða bakgrunn ræningj-
anna í Norður-Afríku. Þetta hefur enginn íslenskur fræðimaður gert svo
rækilega fyrr. Vitneskju sem er aflað með þessum hætti er teflt fram gegn
ríkjandi hugmyndum eins og þær birtast í minningum þjóðarinnar. Þetta
alþjóðlega samhengi bregður alveg nýju ljósi á málið.
Þá kemur fram lifandi og smitandi áhugi á að nýta kenningarlega
umræðu innan sagnfræði undanfarna áratugi til að varpa ljósi á efnið.
Doktorsefni lætur vel að greina frá kenningum erlendra fræðimanna og
nýjum hugtökum og tekst að gera það á ljósu og lipru máli. Þeir sem vilja
kynna sér kenningarlegar hræringar innan sagnfræði á Íslandi undanfarin
20–30 ár fá hér ágætt lesefni (einkum á bls. 41–116).
Í þessu sambandi er gagnleg umræða doktorsefnis í upphafi ritgerðar
um sköpun hennar og áhrifavalda. Fyrst var honum umhugað um að hrífa
efnið úr íslenskri einangrun og setja það í alþjóðlegt samhengi. Og í öðru
lagi, í umfjöllun sinni um frásagnir um Tyrkjaránið, beindi hann sjónum að
því hvað frásögn væri og hvernig frásögn og atburður tengjast; þetta er hluti
af könnun á því hvernig minningar verða til. Þá lýsir hann í þriðja lagi
hvernig umræða um póstmódernisma, einsögu og munnlega sögu mótuðu
hann. En það var þó fyrst og fremst hugtakið sameiginleg minning sem kom
hreyfingu á kenningarlega umfjöllun hans um efnið og mótaði doktorsrit-
gerðina, segir hann. Hér á eftir þarf því að fjalla nokkuð rækilega um þetta
hugtak.
Svo sem vera ber spyr doktorsefnið beinna og skýrra rannsóknarspurn-
inga, eins og t.d.: Hvað er Tyrkjaránið? Hann svarar þannig (bls. 39, sbr. bls.
451), „hernaðarárás, strandhögg sjóræningja, áfall og lífsreynsla einstak-
linga, frásagnarefni sagnaritara, minni í íslensku þjóðlífi, efnisatriði sem
börn og unglingar læra um í skólum“. En doktorsefnið gengur lengra og
meðal kosta ritgerðarinnar er áhersla hans á skilgreiningar. Hann spyr t.d.
hvort Tyrkjaránið hafi verið hryðjuverk (bls. 193–194) eða upphlaup
ágjarnra ræningja, þ.e. aðeins rán. Eða var það hernaðaraðgerð og jafnvel
heilagt stríð? Samkvæmt stutta svarinu, sem nefnt var, var ránið hern -
aðaraðgerð eða hernaður. Það var hins vegar hvorki aðeins sjórán í ágóða -
skyni né beinlínis heilagt stríð né heldur hryðjuverk (bls. 194). Viðleitni
doktorsefnis er áberandi til að nota skýr hugtök og birtist enn í því að hann
notar orðið „korsarar“ um ræningjana frá Norður-Afríku og það er nýjung.
Almennt má segja að ritgerðin sé vel samin, á góðu og skýru máli.
Doktorsefnið leitast við að hafa framsetningu sína sem skýrasta og ritgerðin
er ánægjuleg lesning.
171andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 171