Saga - 2014, Síða 174
172
Mikilvæg atriði sem lítið er sinnt
Næst langar mig að snúa mér stuttlega að atriðum sem doktorsefni fer hratt
yfir eða sleppir en virðast mikilvæg. Fyrst er tvennt sem doktorsefnið fjallar
um í meistararitgerð sinni og sleppir að mestu í doktorsritgerðinni. Hið
fyrra er ránið sem syndastraff. Straffið virðist hafa skipt höfuðmáli þegar for-
kólfar kirkjunnar ræddu málið 1627 og síðar, ránið var talið vera refsing
fyrir syndir. Þetta er því mikilvægt fyrir sköpun minninga. Mér sýnist að
vanti útdrátt um þetta í ritgerðinni til þess að samhengi sé ljóst.
Í öðru lagi eru hugmyndir Íslendinga um sældarlíf og ævintýri í Barbaríi.
Árið 1663 benti Brynjólfur biskup á, þegar hann ræddi varnarmál, að slíkar
hugmyndir fyndust meðal alþýðu (bls. 225). Hefur verið dregið fram mikið
efni um þetta og sett á oddinn.1 Doktorsefni nefnir þetta atriði í meistararit-
gerð sinni en leggur ekki mikið upp úr því. Ég sé ekki betur en þetta hefði
átt að skipta máli.
Þá er tvennt enn sem virðist mikilvægt en doktorsefni gerir ekki sérstök
skil. Fyrra atriðið er óttinn við Tyrki. Í kennslubókum er víða talið að
Tyrkjaóttinn hafi verið mikill og mikilvægur, fólk óttaðist t.d. ókunnug skip
og faldi sig, taldi tyrkneska ræningja á ferð. Dönsk stjórnvöld hræddu með
yfirvofandi ránsferð Tyrkja 1663 og enn var óttinn mikill eftir umsátur
Tyrkja um Vín 1683. Umfjöllun doktorsefnis um þetta er stjúpmóðurleg,
helst í fáum orðum á bls. 406. Mér sýnist auðsætt að þessi ótti hafi mótað
hina sameiginlegu minningu í tímans rás og hefði því átt að gera betri skil.
Síðara atriðið er söfnun útlausnarfjár. Umfjöllun um þetta er frekar snaut-
leg, er helst á bls. 282–284. Því er ekki svarað beint hvort söfnun gekk vel
eða illa og hvað það geti sagt um afstöðu og mótun minninga. Doktorsefni
bendir þó á að Gísli biskup Oddsson var ekki áhugasamur um söfnun. Og
spurt skal: Fór söfnun ekki fram með hangandi hendi? Kirkjan lét útmála
vanlíðan fólks í Barbaríi og það vekur samúð okkar og konungi stóð ekki á
sama, að því er virðist. En benda ekki ummæli Gísla biskups m.a. til þess að
þetta hafi talist eðlilegt syndastraff, ekki þótt eftirsjá í öllum sem voru tekn-
ir og aðalatriðið að bæta eigið líf?
Frágangur
Þá koma fáein orð um frágang. Spakir menn segja að engin bók sé án villna.
Töluvert er um smáhnökra í þessari bók, orðum er ofaukið, a.m.k. tuttugu
sinnum, en stundum vantar orð (bls. 27, 39, 101, 201, 266, 364, 390, 432) og
prentvillur geta ekki talist fáar. Nánari athugun sýnir að sums staðar vantar
andmæli
1 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Úr Tyrkjaveldi og bréfabókum“, Gripla 9 (1995), bls.
7–44.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 172