Saga - 2014, Page 175
173
blaðsíðutöl í vísanir og samræmis er ekki nægilega vel gætt um þær. Ég hef
ekki skoðað tilvitnanir vel en sá fátt grunsamlegt; þó fannst mér skrýtið að í
tilvitnun segir höfundur kennslubókar að hann skrifi „samfellda, rösklega
frásögn“ en það á að vera röklega. Verk doktorsefnis er bæði rösklegt og
röklegt en hann hefur á köflum orðið „blindur“ á eigin texta, eins og stund-
um er sagt og þá er átt við að hann hafi legið svo lengi yfir texta sínum að
hann taki ekki lengur vel eftir hnökrum. Yfirlestur hefur ekki tekist sem
skyldi. Stundum gætir ósamkvæmni, eins og hér er sýnt: Thomas Davis (bls.
101) er stuttu síðar nefndur Robert Davis (bls. 102); Guttormur Hallsson,
dóttursonur Einars í Eydölum (bls. 135) verður tengda sonur hans (bls. 144);
Tyrkir fótbrutu kerlingu (bls. 140) eða fóthjuggu hana (bls. 152); Jón Vest -
mann var ýmist barn eða unglingur þegar hann var hertekinn (bls.
312/336); Jesper Brochmand (bls. 292) verður Caspar Erasmus Brochmann
(bls. 292/313); Goðasteinn verður Rangæingur (bls. 419).
Þetta er varla meira en búast má við í löngu og efnisríku verki og ekkert
af þessu er alvarlegt. Mér þótti skemmtilegt þegar Guðríður Símonardóttir
varð allt í einu Guðrún Símonardóttir á bls. 226. Þar gætir líklega áhrifa frá
söngkonunni frægu, Guðrúnu Á. Símonar. Hún var fyrirferðarmikil þegar
við doktorsefni vorum yngri.
Það verður að skilja doktorsefnið þannig að helsti heimildarmaður um
Tyrkjaránið í Eyjum, Kláus Eyjólfsson, hafi gengið í hjónaband með Ingi -
björgu Þorleifsdóttur um 1663 (bls. 430). Þá var hann 77 ára og elsti sonur
þeirra 53 ára svo að þetta var orðið nokkuð tímabært. Hið rétta mun vera að
þau hafi gengið í hjónaband um hálfri öld fyrr. Kláus var lögréttumaður
Rangárþings en mun ekki hafa verið umboðsmaður sýslumanns í Eyjum,
árið 1627, annar gegndi því starfi þá en Kláus síðar. Doktorsefni telur að
Kláus hafi verið í Eyjum 1627 og gengið þar um blóðvöllinn skömmu eftir
ránið (bls. 16, 57 og víðar) en um það má efast. Kláus var orðinn lögsagnari
1635, umboðsmaður sýslumanns í Eyjum, og doktorsefni segir að hann hafi
þá haft lögsögu yfir Eyjum (bls. 420) en ætti víst að vera lögsögn.
Doktorsefni gerir ráð fyrir að Kláus og Holgeir Rosenkrantz höfuðsmaður
hafi hist á Þingvöllum 1627, eftir rán á Bessa stöðum (bls. 432), og leggur
töluvert upp úr þessari þingreið höfuðsmanns (bls. 223) en Jón Halldórsson
tekur fram í Hirðstjóraannál sínum2 að hann hafi ekki farið til þings að
þessu sinni enda er hans heldur ekki getið við þingstörf þetta ár í
Alþingisbókum.
Efnisskipan er þokkaleg og þó má nefna að ræninginn Jan Jansson er
kynntur þrisvar sinnum til leiks en Sængurkonusteinn í Eyjum hins vegar
nefndur margoft án kynningar; hún kemur þó loks á bls. 400, skýrð eru
mikilvægi hans og merking.
andmæli
2 Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta II (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bók-
menntafélag 1886), bls. 736.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 173