Saga - 2014, Síða 177
175
myndum, föstum siðum, byggingum og minnismerkjum og minnir á fyrr-
nefnt hugtak, kennileiti minninga.3
Doktorsefnið tekur þessi hugtök til rækilegrar umfjöllunar og tengir
Tyrkjaráninu. Hann segir (bls. 66, sbr. þó bls. 180–181) að menningarminni,
tengd Tyrkjaráni, komi fram sem hlutgerð minning. Dæmi eru Hundrað -
mannahellir og Sængurkonusteinn í Eyjum. Doktorsefni skipar síðan hug-
takinu þjóðminning í öndvegi í umfjöllun sinni og tengir valdi og víkur að
námsbókum sem hafi verið nefndar „verkfæri þjóðminningar“ (bls. 68–69).
Doktorsefnið segir að þjóðminning sé sameiginleg minning heillar þjóðar
(bls. 192) og að þjóðminningin um Tyrkjaránið hafi verið búin til á 17. öld
að tilstuðlan konungs, alþingis og kirkju og í tengslum við söfnun útlausn-
arfjár. Hann heldur því annars fram að 19. öldin sé byggingartími þjóðminn-
inga og tengist þjóðernishyggju og myndun þjóðríkja (bls. 77). Nú var
þjóðernishyggja ekki til á Íslandi á 17. öld, samkvæmt venjulegum mæli-
kvörðum, en doktorsefnið tengir við patríótisma og metnað fornmennta-
manna á þessu sviði, svo sem Þorláks biskups Skúlasonar (bls. 84). Með
þessu hafi samskiptaminni orðið menningarminni. En hvað merkir patríót-
ismi hér? Ég hefði talið að það merkti m.a. að þykja flest íslenskt gott, svona
eins og Jóni Indíafara fannst þegar hann var í Danmörku. Ég geri ráð fyrir
að kirkjan hafi náð til fólks með ritlist og með prédikunum presta og að
túlkun biskupanna, Odds og Þorláks, á ráninu hafi getað náð til langflestra.
Ég spyr: Gat þá ekki trúarleg innræting kirkjunnar orðið þjóðminning, óháð
patríótisma? Ég hef m.ö.o. efasemdir um að þurft hafi á ætluðum „patríót-
ískum metnaði“ að halda til að skýra þjóðminningu á 17. öld. Það hafi ekki
endilega þurft að vekja patríótíska tilfinningu í brjóstum fólks til þess að
þjóðminning, sem stjórnvöld stóðu þá fyrir, gæti orðið þjóðminning.
Þá spyr doktorsefni í ritgerðinni mikilvægrar spurningar um það hversu
áhrifamikill atburður Tyrkjaránið var og mælikvarðinn er hvort hann hafi
breytt formgerðum. Það gerði hann ekki, segir hann, og má taka undir það.
Þjóðsögur og sagnir
Ritgerðin vekur lesanda til umhugsunar um margt og bendir á áhugaverð
úrlausnarefni. Merkileg umræða er í ritgerðinni um það hvernig minning
um atburðina í Grindavík lifir í þjóðsögum, örnefnum og sögnum og hefur
vakið áhuga minn. Sagnfræðingar leita bestu ritheimilda en þjóðsögur fara
sínar leiðir, oft í algjöru ósamræmi eða mótsögn við ritheimildir (sjá annars
andmæli
3 Marion Lerner, „Staðir og menningarlegt minni. Um ferðalýsingar og vörður“,
Ritið 13:1 (2013), bls. 12–14; Jón Karl Helgason, „Stóri ódauðleikinn. Minningar -
mörk, borgaraleg trúarbrögð og bakjarlar menningarlegs minnis“, Ritið 13:1
(2013), bls. 83–84.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 175