Saga - 2014, Page 178
176
skilgreiningu doktorsefnis á þjóðsögu á bls. 156). Doktorsefnið hefur dregið
fram nokkur megineinkenni slíkra sagna um Tyrki. Í þeim gætir Íslendinga
sem verða Tyrkjum að bana. Þarna eru líka prestar sem beita yfirnáttúrulegri
þekkingu sinni til að stöðva Tyrki eða fæla þá frá. Þá fjalla sögurnar mikið
um það hvernig fólk faldi sig og bjargaðist þannig. Sögurnar frá Grindavík
fjalla m.a. um að Íslendingar hafi safnað liði og farið gegn Tyrkjum, sló þá í
bardaga og féllu margir. Segir frá Íslendingi sem felldi 15 Tyrki og greint er
frá dys Tyrkja sem féllu. Þá segir enn að upp af sameinuðu blóði kristinna og
heiðinna spratt þistill sem nefndur er blóðþyrnir og enn má sjá í Járngerðar -
staðahverfi. Þetta er heillandi saga, eins og doktorsefni rekur (bls. 128–129), og
ég leyfi mér að draga hana fram og bæta við að slík jurt finnst líka í Eyjum
og tengist henni svipuð frásögn. Þorkell Jó hannesson benti á að sagan muni
ekki hafa komið fram í Eyjum fyrr en um miðja 19. öld.4 Um það leyti fengu
margir áhuga á slíkum sögnum og taldi Þorkell að ýmislegt hefði þá orðið til
sem síðan væri kallað munnmæli og fornar sagnir. Þetta eru spennandi
athugasemdir frá sagnfræðilegu sjónarmiði, ég tel að gagnlegt sé að átta sig á
þjóðsögum svonefndum, örnefnasögum og munnmælum, af hverju og hve-
nær þær mynduðust og hvað það segi um hugmyndir fólks og afstöðu á
hverjum tíma. Ég vil nálgast þær sagnfræðilega.
Þannig er stundum unnt að tímasetja upptök sagna og það er atriði sem
vakið hefur áhuga minn. Árið 1872 fundust byrgi í Sundvörðuhrauni hjá
Grindavík og bentu til mannvistar. Á nýlegu korti, vönduðu útivistarkorti
fyrir Reykjanes, má finna heitið Tyrkjabyrgi í Sundvörðuhrauni. Mér finnst
þetta benda til sterkrar staðarminningar í Grindavík um Tyrki, a.m.k. eftir
1872. Og fleira má nefna: Grindvíkingar eiga að hafa flúið Tyrki í ýmsa hella
og nýlega setti höfundur einn fram tilgátu um tengsl eins til viðbótar,
Gíslhellis, við flótta undan Tyrkjum. Einhvern tíma fyrrum hefði slík tilgáta
getað breyst í þjóðsögu, gengið manna á milli og talist sönn í einhverjum
skilningi. Þetta beinir sjónum að því að doktorsefnið leggur ekki neina sér-
staka áherslu á fornleifar þótt þær heyri undir það sem hann nefnir „hið
sýnilega Tyrkjarán“. Það geta verið manngerðir felustaðir sem tengjast
Tyrkjaráni eða öllu heldur minningunni um það eins og hér er rakið.5 Þá
sakna ég þess að doktorsefnið vísar ekki til söguskiltis frá 2006 eða svo sem
Grindvíkingar hafa sett upp um Tyrkjaránið og er í Járngerðarstaðahverfi.
Doktorsefni hefur vakið áhuga minn á þessum efnum og ég sé fyrir mér
frekari rannsóknir í þeim anda eða á þann hátt sem ég lýsti um myndun
andmæli
4 Þorkell Jóhannesson, Örnefni í Vestmannaeyjum (Reykjavík: Hið íslenzka þjóð -
vina félag 1938), bls. 37.
5 Ég hef m.a. stuðst við skrif Ómars Smára Ármannssonar um slíkar fornleifar,
sbr. Grindavík, sögu- og minjakort ([Grindavík]: Grindavíkurbær 2011). Hann nefnir
m.a. helli hjá Efri-Hellu við Húsafell (bls. 30) og „Tyrkjahelli“ utan í Vatns heiði
(bls. 43), sbr. og bls. 9, 37 og 41.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 176