Saga - 2014, Page 179
Tyrkjaránssagna og hugmyndir sem móta þær. Er vonandi að skrif dokt-
orsefnis veki áhuga fleiri á slíkum verkefnum (bls. 120 og 155).
Doktorsefni segir að staðarminning um Tyrki sé veik í Grindavík en
sterk í Eyjum (bls. 102 og 288). Ég sé ekki betur en ránið í Grindavík hafi
verið lifandi í minningum og sögnum án þess að sækja afl eða stoð í ritaðar
heimildir.
Hér er fjallað um merkilegt rannsóknarefni sem sagnfræðingum hættir til
að gleyma. Það eru munnmæli, örnefnasögur og þjóðsögur sem geta sagt
mikla sögu um hugmyndaheim, fólk sótti í þær styrk og huggun. Ég vil
bæta við að doktorsefni segir rækilega frá austfirskum sögnum og þjóðsög-
um um Tyrkjarán en ekki gefst færi á að víkja að þeim.
Ræningjar
Þá víkjum við að öðru, ræningjunum sjálfum og þá fyrst að atburðum í
Grindavík. Doktorsefnið uppgötvaði hollenska samtímaheimild um Tyrkja -
ránið í Grindavík, í árbókum Claes Wassenaer fyrir tímabilið 1622–1635 (bls.
123). Þetta er þakkarvert enda er heimildin athyglisverð. Þar kemur fram
að foringi ræningjanna, Hollendingurinn Jan Jansson, gaf níu Englend -
ingum, sem voru með honum í för, annað af þeim tveimur kaupförum sem
tekin voru í Grindavík og þeir sigldu því til Englands. Þetta reynist mikil-
vægt í röksemdafærslu doktorsefnis um Jan Jansson og tildrög ránsins. Því
hefði átt að brjóta heimildina til mergjar en höfundur gerir það ekki.
Samkvæmt samanburði við hinar íslensku heimildir mun sá sem skráði hol-
lensku heimildina hafa átt kost á góðum heimildarmanni og það var mjög
líklega danski kaupmaðurinn sem hann nefnir Boye Lauritzen. Hann var
handtekinn við Grindavík, á leið á kaupfari til Vestfjarða, en leystur út árið
eftir og fluttur til Hollands, eftir því sem segir í þessari sömu hollensku
heimild. Leita hefði þurft heimilda um kaupmanninn og eins um skipið sem
var í hollenskri eigu. Algengt var að eigendur skipa sem tekin voru krefðust
þess að þeim yrði skilað. Þetta gæti átt við um annað kaupfar sem ræningj-
arnir tóku í Grindavík, það var hlaðið fiski og var siglt til Englands. Gætu
verið til gögn um málið á Englandi og mætti kanna það. Ég geri ráð fyrir að
doktorsefnið líti á þetta sem framtíðarverkefni, fyrir sig eða aðra.
Doktorsefni hefur dregið fram mikið og merkilegt efni um Múrat Reis
eða hinn hollenska Jan Jansson í Sale sem hann telur á bls. 195 að hafi verið
yfirforingi Íslandsferðar Tyrkja og setti þá skoðun fram í heimildarkvik-
myndum 2002 og 2003, hafi ég skilið rétt (bls. 90). Doktorsefni tengir saman
ýmsar heimildir um Jansson, tilgreinir enskan sendifulltrúa sem leysti út
enska fanga í Sale og segir að Jansson hafi orðið samferða Englendingunum
þegar þeir fóru frá Marokkó. Þá kemur að hollensku heimildinni, sam-
kvæmt henni hugðist Jansson ræna í Ermarsundi en varð lítið ágengt og
bauð þá hinum ensku leysingjum með sér til Íslands og fóru níu af þeim
177andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 177