Saga - 2014, Page 184
182
hrefna róbertsdóttir
Minning og saga í ljósi Tyrkjaránsins er mikil bók í fleiri en einum skilningi.9
Auk þess að vera löng aflestrar, fjallar hún um fjórar aldir í sögu landsins,
tekur á Tyrkjaráninu bæði í innlendu og erlendu samhengi og skoðar minn-
ingar um tilvist þess á ýmsum tímum og út frá mörgum sjónarhornum.
Þeirra á meðal eru hernaður, varnir, sáluhjálp, trúarbrögð, trúskipti, kennsla,
handritamenning, örnefni, minjar og listir. Fjölbreytilegt umfjöllunarefni
bókarinnar er bæði kostur hennar og galli. Ótalmargt áhugavert er hægt að
taka til skoðunar og rökræðu tengt rannsókninni. En velja verður úr og mun
ég bæði líta til heildarmyndar rannsóknarinnar sem og afmarkaðri athug-
ana og leitast við að láta þá umfjöllun ekki skarast við það sem fyrsti and-
mælandi hefur tekið fyrir.
Umfangsmikil heimildavinna liggur að baki rannsókninni. Höfundur
hefur leitað uppi heimildir í skjalasöfnum, ekki bara á Íslandi og í Dan -
mörku sem beinast liggur við, heldur hefur hann líka lagt leið sína á söfn í
Noregi og Þýskalandi. Hann hefur einnig kynnt sér sagnaritun á víðu sviði
tengdu Tyrkjaráninu á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Afríku.
Hann er læs á mörg tungumál og tekur jafnframt óhefðbundnar heimildir
til skoðunar, svo sem landslag og listaverk. Nýtur verkið góðs af þessari elju
höfundar um áratugaskeið.
Höfundur segir sagnfræðina vera meginstoð og meginfræðigrein rann-
sóknarinnar (bls. 29 og 451), og er ekkert sem mælir gegn því. Hann nefnir
þó einnig að ritið sé tilraun til þverfaglegrar rannsóknar á Tyrkjaráninu
(m.a. bls. 29, 116 og 451–453), en eins og það blasir við mér á það fremur við
um aðferðir við úrvinnslu einstakra þátta hér og þar í bókinni en hina yfir-
grípandi nálgun rannsóknarinnar. Raunar má því fremur segja að höfundur
taki til umfjöllunar fjölmargar hliðar Tyrkjaránsins, en að fræðilegur grunn-
ur rannsóknarinnar sé sérstaklega fjölþættur. Viðfangsefni sitt nálgast höf-
undur að stærstum hluta með fræðilegum vísunum til minningarfræða og
heldur sig við það að stórum hluta. Hann er vel lesinn í þeim fræðilega
grunni og í mörgu hefur ítarlegur kafli um kenningar og minningarfræði
(kafli II) sjálfstæða tilveru innan ritsins. Bókin nýtur í mörgu þessa víða
sjónar horns, mikill heimildagrunnur liggur að baki rannsókninni og Tyrkja -
ránið er sett í nýtt og ferskt samhengi.
Þar sem rammi bókarinnar er víður, eru rannsóknarspurningar hennar
að sama skapi nokkuð dreifðar. Spurningin sem höfundur skilgreinir sem
aðalspurningu er þó stutt og laggóð (bls. 39): „Hvað er Tyrkjaránið?“
andmæli
9 Þorsteinn Helgason, Minning og saga í ljósi Tyrkjaránsins (Reykjavík: Hugvísinda -
stofnun Háskóla Íslands 2013). Hér á eftir verður vísað til bókarinnar í sviga inni
í textanum.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 182