Saga - 2014, Síða 185
183
En til að marka rannsókninni farveg orðar höfundur hana nánar í
tvennu lagi:
a. Hvernig tengist Tyrkjaránið á Íslandi þjóðlífi, stjórnmálum, varnar-
málum og menningu á Íslandi og, eftir atvikum, í Norður-Afríku og
í Evrópulöndum?
b. Hvernig er hægt að nota Tyrkjaránið til að lýsa upp og skýra þessa
sömu þætti?
Spurningin þrengist því lítið við þessar nánari skilgreiningar en markar
rannsókninni þó farveg. Í inngangsköflum bókarinnar eru spurningarnar
síðan útfærðar í aðrar, eða í hátt á fimmta tug skilgreindra rannsóknar-
spurninga (bls. 39–40, 43–44, 121, 191–192, 280 og 340). Ekki er alltaf greint á
milli stórra og smárra atriða í þessum spurningum og skógurinn verður
nokkuð þéttur á köflum, sem einnig sér stað í uppbyggingu texta og kafla.
Verkið er lagt fram sem heildstæð bók og er tekið mið af því í umfjölluninni
sem á eftir fer.
Auk umfjöllunar um sameiginlegt minni og helstu niðurstöður rann-
sóknarinnar, verður sjónum beint að frásögnum Tyrkjaránsins, bæði sam-
tímafrásögnum og þjóðsögum. Miðlun þessa efnis er mikilvægur hluti rann-
sóknarinnar og vík ég að útbreiðslu Tyrkjaránssagna í handritum, prentefni
og kennslubókum. Trúskipti verða síðan tekin til skoðunar og að lokum
fjallað um endursköpun minninga.
Sameiginlegt minni og helstu niðurstöður
Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram sem þríþættar. Í fyrsta lagi sé
um að ræða þekkingarlegar niðurstöður, ný sagnfræðileg atriði sem ekki
hefur verið varpað ljósi á áður í tengslum við atburðarás Tyrkjaránsins. Í
öðru lagi er nefnt nýtt samhengi af ýmsu tagi, sem varpi nýstárlegu ljósi á
efnið, og að lokum fjallað um samanlagðan ávinning af hinum margvíslegu
sértæku rannsóknum.
Sjálfur leggur höfundur þó nokkra áherslu á efnislegar niðurstöður
rannsóknarinnar sem hann gjarnan nefnir nýjungar eða uppgötvanir. Þar
bendir hann á atriði þar sem hann hefur bætt við nýrri þekkingu inn í sögu
Tyrkjaránsins. Meðal niðurstaðna af þessu tagi eru nýjar upplýsingar um
bakgrunn Tyrkjaránsins og hverjir ránsmenn voru. Útlausn átta Íslendinga
úr Barbaríinu um 1645 var áður óþekkt, svokölluð seinni útkaupaferð. Þar
eru dregnar fram athyglisverðar upplýsingar um að mörgum árum eftir
hina fyrstu útkaupaferð hafi enn fleiri landsmenn en áður var vitað um
verið keyptir úr þrældómi fyrir tilstilli Dana. Nýjar heimildir eru víða
nefndar um einstök efnisatriði ránsins, m.a. byggt á erlendum heimildum,
eins og um atburðarás Grindavíkurránsins, sögu Múrats Reis foringja ráns-
andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 183