Saga - 2014, Síða 186
manna og um fleiri atriði. Höfundur fjallar einnig um athyglisverða altaris-
töflu frá 17. öld sem tengja má Tyrkjaráninu og einnig um fleiri erlend lista-
verk frá sömu öld. Altaristaflan var gefin af Kláusi Eyjólfssyni sem ritaði
eina af elstu lýsingunum á ráninu, og Níelsi Klemenssyni Vestmanna eyja -
kaupmanni á 17. öld. Ný túlkun kemur einnig fram um hernaðarviðbrögð
Dana og þeirra varnir við Ísland og er frammistaða þeirra talin betri en áður
hefur verið haldið fram. Verulegur fengur er að þessum upplýsingum fyrir
atburðarás, aðstæður og samhengi Tyrkjaránsins á Íslandi.
Önnur tegund niðurstaðna rannsóknarinnar eru margvíslegar tengingar
sem höfundur hefur dregið fram og bent á sem dýpka þá mynd sem sögu-
legur atburður á borð við Tyrkjaránið gefur. Í niðurstöðukafla segir höf-
undur að tenging Tyrkjaránsins við sögu, menningu og samfélag hafi verið
„meginhlutverk þessarar ritgerðar“. Og heldur áfram: „Í þessari ritgerð er
tengingum [Tyrkjaránsins] fjölgað að mun og telst það vera ein af niður -
stöðum hennar“ (bls. 453). Höfundur hefur lagt sig fram um að tengja sögu
ránsins við menningu og samfélag í víðum skilningi; trúarlegt samhengi,
frásagnir og örnefni í landslagi, tengingar við Danmörku, við sjórán og
hernað í Evrópu og Norður-Afríku, við varnarmál á Íslandi og við nafn-
greinda einstaklinga svo nokkuð sé nefnt. Margvíslegar nýjar heimildir og
áhugaverðar tengingar koma fram um hið erlenda og víða samhengi sem
ekki hefur verið sinnt áður eða vakin athygli á í tengslum við ránið. Stund -
um er fjallað um þessar tengingar sem formgerðir, eins og á við um varnar-
málin. Meginniðurstaða höfundar er sú að ránið hafi sem slíkt ekki haggað
við helstu formgerðum samfélagsins (bls. 112–115), en engu að síður er
gagnlegt að sjá hvernig höfundur speglar ránið í formgerðum þjóðlífs,
stjórnmála og menningar og dregur þar fram áhugaverð sjónarhorn.
Fræðileg nálgun bókarinnar er fyrst og fremst á minningasviðinu og eru
minningarfræðin límið sem bindur saman verkið (sjá m.a. bls. 23–24 og
454–455). Margvísleg minningarhugtök eru kynnt til sögunnar í löngum
fræðilegum kafla í upphafi bókarinnar, þótt það efni sé ekki allt notað í
úrvinnslunni. Hugtakið „sameiginleg minning“ (e. collective memory) er þó
kjarnahugtak rannsóknarinnar þegar leitað er eftir svörum við því hvað
Tyrkjaránið sé (bls. 23 og 83–87). Stutta svar höfundar við þessari grunn -
spurningu rannsóknarinnar „Hvað er Tyrkjaránið?“ er: „hernaðarárás,
strand högg sjóræningja (korsara), áfall og lífsreynsla einstaklinga, frá sagnar -
efni sagnritara, minni í íslensku þjóðlífi og námsefni sem börn og ungling-
ar tileinka sér í skólum …“ (bls. 451). Og því ber ekki að neita að mikill
fróðleikur er um öll þessi efni og meira til í bókinni. Í inngangi að verkinu
nefnir höfundur að hann vonist til að gagn verði af hinni víðtæku og fjöl-
breyttu nálgun að Tyrkjaráninu, eða eins og hann kemst að orði í inngangi:
„Heildin verður þá meira en hinir einstöku þættir samanlagðir.“ (bls. 25) Því
miður er þó lítið fjallað um þessa hlið í niðurstöðum bókarinnar, sem hefði
tengt enn frekar saman hinar afmörkuðu athuganir höfundar. Í niðurstöðu -
184 andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 184