Saga - 2014, Side 188
186
meginrannsóknarefni þess er að kanna sameiginlegar minningar þjóðarinn-
ar sem í grunninn byggjast á þessum handritum og afskriftum þeirra. Ekki
síst er það vegna þess að höfundur bendir á það í ritinu að sjá megi áhrif frá
síðari tíma þjóðsögum í sumum þeirra (t.d. bls. 138–139, Eydalaförin). Þessu
er að mestu litið framhjá þegar heimildirnar eru nýttar í Tyrkjaráns frá -
sögninni. Því skal þó til haga haldið að undir lok bókarinnar (bls. 342–344),
rúmum 200 blaðsíðum síðar, er fjallað stuttlega um að mismunandi útgáfur
séu til af handritum samtímasagnanna, í tengslum við ágætis umfjöllun um
leturlistina. Aðallega er þar fjallað um rit Björns á Skarðsá. En einnig er
nefnt að frásögn Kláusar, sem upphaflega er talin hafa verið skrifuð árið
1627, hafi varðveist í 20 handritum, skráðum á tímabilinu 1720–1880. Hand -
rit að sögu Ólafs Egilssonar hafi varðveist í 32 handritum, hinu elsta frá 1720
og saga Björns á Skarðsá sé til í 14 handritum frá 1744 fram til 1861. Hér er
vísað neðanmáls til handritaskrár sem átti að vera fylgirit með bókinni (bls.
344), en höfundur hætti við að skrifa eins og hann hefur greint frá síðar. Hér
er um bagalegan ágalla að ræða í heimildameðferð sem gerir lesanda erfitt
um vik að meta hvað liggur til grundvallar ályktunum höfundar um sög-
urnar og minnið. Því ekki er að efa að höfundur þekkir til allra þessara
handrita og ekki síst mismunandi gerða þessara frásagna sem prentaðar eru
í heimildaútgáfu Jóns Þorkelssonar um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 frá árinu
1906. Jón gerði í útgáfu sinni grein fyrir mismunandi gerðum og afskriftum
þessara handrita í heimildaútgáfunni, og hefði verið handhægt að taka mið
af niðurstöðum hans við notkun þessara heimilda. Enda er það útgáfa hans
sem einkum er stuðst við í þessari bók og vísað er til, en ekki handritin sjálf.
Ber raunar nokkuð í milli í því sem höfundur segir um aldur elstu handrita
frásagna Kláusar og Ólafs miðað við það sem kemur fram hjá Jóni. Höfund -
ur segir í bókinni elstu handrit þeirra beggja vera frá 1720, en elsta handrit
sem Jón vísar til af Kláusar sögu er frá um 1740 og elsta handrit af sögu séra
Ólafs Egilssonar er frá 1729.10
Þegar vísað er til frásagnar Kláusar og reisubókar Ólafs Egilssonar í bók-
inni, er ekki nema í undantekningatilfellum getið um til hvaða gerðar textans
verið er að vísa. Frásögn Kláusar er til í fjórum aðalgerðum og reisubók
Ólafs í tveimur. Það er þó vikið að því stöku sinnum í tengslum við umfjöll-
un um einstök atriði, og vekur það þá enn frekar athygli á því að gerðir
heimildanna hafa að mjög litlu leyti verið kynntar til sögunnar, né hvaða
vandamál séu þeim samfara í tengslum við viðfangsefni höfundar að rýna
í minninguna sem á þeim byggir í nokkrar aldir. Því sumar þessara frásagna
eru allólíkar, t.d. varðandi það hversu mikið er vísað til trúarinnar í þeim.
Nú mætti svara því til að sá munur sem þarna sé á gerðum skipti ekki
máli þar sem efnisatriði ránsins séu ekki aðalatriði rannsóknarinnar, og
andmæli
10 Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Ritstj. Jón Þorkelsson (Reykjavík: Sögufélag 1906–
1909), bls. 18–19, 33–34, 56, 74, 91–92 og 135–137.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 186