Saga - 2014, Page 192
190
mæli að vera fræðileg útgáfa, og því má kannski fremur líta á hana sem eitt
af „handritunum“. Hér má sjá yfirlit yfir helstu gerðir og prentútgáfur.13
Kláus Eyjólfsson, frásögn talin skráð 1627.
fjórar gerðir A , B, C og D gerðir, 1740–1837•
prentuð á íslensku 1852, 1906•
Endurminningar séra Ólafs Egilssonar, taldar skráðar 1628
tvær gerðir, 1729–1838•
prentuð á dönsku 1741, 1800 •
prentuð á íslensku 1852, 1906, 1969 og hljóðbók 2012 •
Björn á Skarðsá, sagnaritun, talin skráð 1643
handrit 1744–1856•
prentuð á íslensku 1866•
Í bókinni er lítið fjallað um prentútgáfur Tyrkjaránssagnanna og heldur
sjaldnar en ástæða væri til, en þær hafa líklega verið í dreifingu ásamt hinum
fjölmörgu handrituðu útgáfum á síðari helmingi 19. aldar.
Ekki er síður eftirtektarvert að blómaskeið í varðveislu — og jafnvel til-
urð — þjóðsagna um Tyrkjaránið er eftir að þessar prentuðu útgáfur komu út
og upp að einhverju marki áður en fyrstu kennslubækurnar komu út. Það
vakti athygli mína að eina prentútgáfan af þessum Tyrkjaránssögnum sem
getið er í heimildaskrá og notuð er í bókinni er útgáfa Jóns Þorkelssonar frá
1906. Þó er reyndar nefnd dönsk útgáfa af reisubók Ólafs Egilssonar frá
1741, en hana telur höfundur ekki hafa haft nein áhrif á menningarminni,
hvorki á Íslandi né í Danmörku (bls. 350).
Ég velti því fyrir mér hvernig standi á því að þessar prentuðu útgáfur
eru ekki nýttar í bókinni, en hins vegar fjallað um þjóðsagnaútgáfur á 20. öld
(m.a. frá 1929 og 1971, bls. 127). Þó svo að handrit hafi verið ráðandi fram
undir miðja 19. öld eða seinni hluta hennar samhliða því að prentun fór að
tíðkast á veraldlegu efni, mætti álykta að mikilvægi prentefnisins hafi breyst
á 20. öld. En margar Tyrkjaránsþjóðsagnanna eru skráðar á 20. öld. Því má
velta fyrir sér hvaða áhrif það gæti hafa haft á tilurð þjóðsagna og munn-
mæla á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar að bæði frásögn Kláusar og Ólafs
Egilssonar komu út á prenti á íslensku þegar árið 1852, saga Björns á Skarðsá
árið 1866 og síðan heimildaútgáfa Jóns Þorkelssonar árið 1906.
Áhugaverð umfjöllun er hins vegar um hina hlið mála, þ.e. um hvert
hlutverk handritunar var í dreifingu veraldlegs efnis. Höfundur bendir á að
þegar „handritaðar útgáfur eru skoðaðar sem sérstök leið til fjölmiðlunar
við ákveðnar aðstæður og ekki einungis sem hörgulsjúkdómur, tákn um
andmæli
13 Samantektin um handritavarðveisluna byggir á upplýsingum frá Jóni Þorkels -
syni í bókinni Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Bókfræðilegar upplýsingar um útgáf-
ur er að finna á www.gegnir.is.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 190