Saga


Saga - 2014, Page 202

Saga - 2014, Page 202
annarra hjú ef frá eru talin fáein ár sem hún var húsfreyja í hjónabandi, sem þó lék hana grátt. Þá var hún húskona á tímabilum en lést sem niðursetn- ingur enda orðin fjörgömul. Sagan varpar ljósi á hvernig fólk af hennar sauðahúsi gat þó komið sér upp örlitlum bústofni og drýgt sér í munni það sem húsbændur létu því í té. Gefur þetta fjölgreinda mynd af jafnvel smæstu sveitaheimilum á umræddum tíma. Þá skipti máli hvar í systkinaröðinni einstaklingurinn var. Þetta má sjá í samanburði á lífshlaupi þriggja systra frá Teigi í Hrafnagilshreppi en þar var æskuheimili Guðrúnar í 10 ár. Guðrún eldri dvaldi lengur á heimili for- eldranna en Guðrún yngri sem sagan fjallar um. Hún fór í vist 12 ára göm- ul á nágrannaheimili. Höfundur hallast að því að það sýni að hún hafi verið sú fyrsta af systkinunum „sem hafði dug til að fara að heiman í vist“ (bls. 146, sjá þó bls. 66–67). Þetta er að vísu alls óvíst. Líklegra er að foreldrarnir hafi séð meira gagn í að hafa elstu systurina heima við vegna bústarfanna en getað séð af þeirri næstelstu þegar kom að því að létta á heimilinu. Þetta kann að hafa skapað eldri systurinni forskot. Hún varð líka farsælli í hjóna- bandi og tók loks við búi foreldranna. Guðbjörg, yngri systir, var lengur heima og naut líklega betra atlætis en sú systirin sem fyrst var send til vandalausra, haslaði sér síðan völl sem vinnukona á stöndugum heimilum og varð a.m.k. (tvöföld) barnsmóðir Akureyrarkaupmanns, þótt það sé e.t.v. ofmælt að ætla að hún hafi verið ástkona hans í nútímaskilningi, eins og gefið er í skyn (bls. 95). Þrátt fyrir margvíslega vinnu með handritstextann og stafrétta útgáfu hans eru ýmis atriði í honum sem ekki eru að fullu skýrð og hefði verið gaman að fá túlkun rannsakandans á. Má þar nefna ummæli um „kot skó- makarans“ (bls. 151). Þau vekja spurningu um hvort sérhæfðan handverks- mann hafi verið að finna í Eyjafirði snemma á 19. öld. Hitt er raunar ekki eins áhugavert í hvaða koti hann bjó og í öllu falli ástæðulaust að ætla að kot sé hér stytting á bæjarnafni, eins og höfundur gerir ráð fyrir (bls. 129–130). Benda má á fleiri atriði, en hér verður lesandi að beygja sig fyrir því að höf- undur vinnur með textann sem einsögulega heimild en ætlar sér ekki að vinna með hann textafræðilega. Óljósustu ummæli Guðrúnar Ketilsdóttur verða enda seint að fullu skýrð. Eins og að framan segir verður höfundi mikið úr rýrum efnivið. Þó má segja að sums staðar sé lopinn teygður nokkuð og settar fram tilgátur sem virðast fremur ótrúverðugar. T.d. er ólíklegt að systkinin á Teigi hafi valið frjálst úr þeim 20 bókum sem á tímabili voru til á heimilinu við „lestrar- kennslu“ (svo) sína, en þar er líklega fremur átt við lestrarnám, eða stundað umfangsmikið sjálfsnám með þeirra hjálp (bls. 55, 59, 94). Þá virðist fremur ólíklegt að til hafi verið mikið af bókum umfram þær sem taldar eru, a.m.k. bækur veraldlegs efnis, þar sem þær voru lítt fáanlegar á þeim tíma sem skráin miðar við (1785) (sjá ummæli á bls. 57). Þá virðist fráleitt að Guðbjörg, systir Guðrúnar, hafi „sérhæft sig í barnakennslu“ (bls. 94). Þar liggur vand- ritdómar200 Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 200
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.